Handbolti

Sigur í Hvíta-Rússlandi ekki nóg fyrir FH sem er úr leik

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
FH vann góðan sigur
FH vann góðan sigur VÍSIR/HULDA MARGRÉT

FHingar eru úr leik í EHF bikarnum í handbolta þetta árið eftir eins marks sigur á SKA Minsk í Hvíta-Rússlandi í dag, 25-26. FH tapaði fyrri leiknum 29-37 og þar með einvíginu 62-55. 

Það var jafnt á öllum tölum í Hvíta-Rússlandi í dag. Liðin skiptust á að hafa forystuna en hvorugt liðið náði að skapa sér neina alvöru forystu í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 15-14 Minsk í vil.

Í síðari hálfleiknum leiddu heimamenn allan tímann en þegar að staðan var orðin 25-23 skelltu Hafnfirðingar í lás, skoruðu síðustu þrjú mörkin og fögnuðu fínum sigri 26-25. Sigurinn dugar þó ekki til því FH tapaði heimaleiknum of stórt.

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH en hann skoraði átta mörk. Þá skoraði Egill Magnússon sex mörk og aðrir minna. Hjá Minsk skoraði Yulyan Hiryk sjö mörk og Dzmitry Khmialkou skoraði sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×