Sport

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk í sigri Aalborg

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Aron Pálmarsson í baráttunni í meistaradeildinni í síðustu viku
Aron Pálmarsson í baráttunni í meistaradeildinni í síðustu viku EPA-EFE/RENE SCHUETZE

Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk þegar að lið hans, Aalborg, bar sigurorð af Skive í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta fyrr í dag, 36-27. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá liðinu.

Fyrir leikinn voru liðsmenn Aalborg mun sigurstranglegri enda í öðru sæti deildarinnar með tólf stig í sjö leikjum. Skive hins vegar sátu í neðri helmingi töflunnar með sex stig eftir átta leiki.

Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem var jafnt á öllum tölum þá settu leikmenn Aalborg í fluggírinn í síðari hálfleik og átti Skive menn engin svör. Fyrri hálfleikurinn fór 17-16 en sá seinni 19-11. Þægilegur sigur Aalborg staðreynd. Markahæstir hjá Aalborg voru þeir Lukas Sandell og Jonas Samuelsson með 6 mörk hvor. Hjá Skive skoraði Nickolei Jensen fimm mörk.

Aalborg er nú komið á topp deildarinnar en taplaust lið GOG á leik til góða í dag en liðið spilar við Sønderjyske síðar í dag. Skive er hins vegar í tíunda sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.