Handbolti

Tap hjá ÍBV í Þessalóníku

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Elísa Elíasdóttir átti fínan leik
Elísa Elíasdóttir átti fínan leik Vísir/HULDA MARGRÉT

Handknattleikslið ÍBV tapaði fyrir A.C. PAOK í Evrópukeppni kvenna, EHF bikarnum, í handbolta í dag í Þessalóníku á Grikklandi. ÍBV missti þær grísku aðeins framúr sér snemma leiks en náðu ekki að komast alveg til baka og lokatölur fimm marka sigur Grikkjana. 29-24.

Heimakonur í PAOK byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 10-6. Þarna var Elísa Elíasdóttir að halda eyjakonum inni í leiknum með góðum og mikilvægum mörkum þegar að aðrir leikmenn voru kannski ekki að fullu vaknaðir.

ÍBV tókst svo að minnka muninn niður í 12-11 en tókst aldrei að komast yfir í leiknum og það var sá sálfræðilegi hjalli sem felldi liðið að lokum. Staðan í hálfleik 15-11 fyrir PAOK. Eftir þetta þá hélst þessi fimm til sex marka munur á liðunum og PAOK sigldi þessum leik bara heim.

Hjá ÍBV var Harpa Valey Gylfadóttir markahæst með sjö mörk og á eftir henni kom Elísa Aelíasdóttir með fimm. Hjá PAOK skoruðu þær Natalia Vinyukova og Maria Chatziparasidou sex mörk hvor.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.