Fleiri fréttir

Sunnudagsmessan: Átti Balotelli að fá rautt spjald?

Mario Balotelli var eitt helsta fréttaefnið í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Ítalski framherjinn tryggði Manchester City 3-2 sigur gegn Tottenham á sunnudaginn. Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Bjarni Guðjónsson leikmaður KR yfir ýmis atvik úr leik Man City og Tottenham.

Onesta: Kemur í ljós á Ólympíuleikunum hvort velgengnin sé á enda

Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handknattleik, var ósáttur við frammistöðu sinna manna í 29-22 tapi gegn Króötum í gær. Onesta sagði liðið eiga í erfiðleikum en það kæmi ekki í ljós fyrr en á Ólympíuleikunum í London í sumar hvort velgengni gullaldarliðs Frakka væri á enda.

Miami á góðri siglingu án Dwayne Wade

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Chris Bosh skoraði 35 stig fyrir Miami en nýliðinn Kyrie Irving skoraði 17 stig fyrir Cleveland, í 92-85 sigri Miami. LeBron James skoraði 18 stig fyrir Miami, en Dwayne Wade lék ekki með Miami en þetta er fimmti leikurinn sem hann missir af eftir ökklameiðsli. Miami hefur unnið 7 af 8 leikjum tímabilsins þar sem Wade hefur ekki verið með.

Tæknimistökin verða okkur að falli

Kári Kristján Kristjánsson átti magnaðan leik gegn Spánverjum í gær. Hann kom af bekknum, skoraði þrjú mörk og fiskaði ein fjögur víti. Hann var þess utan duglegur að opna fyrir félaga sína enda enginn hægðarleikur fyrir Spánverjana að komast í kringum "Heimaklett“ eins og Eyjamaðurinn þrekni er stundum kallaður.

Sigurganga Frakka á enda

Rúmlega þriggja ára sigurganga Frakka á stórmótum er á enda eftir að Frakkar töpuðu 22-29 fyrir Króötum í gær.

Köstuðu leiknum frá sér í upphafi

Draumur íslenska landsliðsins um undanúrslitasæti á EM dó endanlega í gær þegar liðið tapaði með fimm mörkum, 31-26, fyrir frábæru liði Spánverja. Hörmuleg byrjun á leiknum reyndist of dýrkeypt.

Aron Einar og félagar komnir á Wembley

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City komust í kvöld í úrslitaleikinn í enska deildabikarnum eftir sigur á Crystal Palace eftir vítakeppni. Tom Heaton var hetja velska liðsins því hann varði tvö víti í vítakeppninni.

Björgvin búinn að verja flest víti á EM

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er sá markvörður á Evrópumótinu í Serbíu sem hefur varið flest víti í mótinu nú þegar öll lið hafa lokið fimm leikjum. Björgvin Páll varði 3 víti á móti Spánverjum í dag og hefur varið alls sex víti í fimm leikjum íslenska liðsins.

Gerrard: Bannað að tala um Wembley

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að leikmenn liðsins verði að halda einbeitingunni í lagi fyrir leik liðsins gegn Manchester City á morgun.

Talant Duyshebaev að taka við Hamburg?

Þýskir fjölmiðlar halda því fram að Talant Duyshebaev sé mögulega á leið í þýsku úrvalsdeildina og muni taka við meistaraliði Hamburg.

Mourinho: Pepe spilar ef hann er heill

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að varnarmaðurinn Pepe muni spila seinni bikarleikinn gegn Barcelona í á morgun ef hann verður heill.

Spánverjarnir alltof sterkir - myndir

Íslenska handboltalandsliðið átti litla möguleika á móti sterku liði Spánverja eftir að hafa nánast gefið þeim spænsku sjö mörk í forgjöf í upphafi leiks. Ísland tapaði leiknum á endanum með fimm marka mun.

Slóvenar unnu Ungverja og hjálpuðu Króötum inn í undanúrslitin

Spánn og Króatía eru komin áfram í undanúrslitin þrátt fyrir að ein umferð sé eftir að milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu. Slóvenar unnu tveggja marka sigur á Ungverjum í kvöld, 32-30, og þar með getur ekkert lið endar ofar en Spánn og Króatía í milliriðli Íslands.

Tévez fastur í Manchester - PSG hætti viðræðum við City

Carlos Tévez hefur ekki spilað fótbolta síðan í september og það er ekkert sem bendir til þess að það breytist eitthvað á næstunni. Manchester City er að reyna að selja argentínska framherjann en áhugasöm félag hafa ávallt dregið sig út úr viðræðunum.

Logi með sextán stig í fjórða sigurleiknum í röð

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings eru á sigurbraut í sænska körfuboltanum en liðið vann sinn fjórða sigur í röð í kvöld með því að leggja Brynjar Þór Björnsson og félaga í Jämtland að velli, 81-72. Solna-liðið vann þarna sinn annan útisigur í röð sem hefur ekki gerst áður í vetur.

Króatar sýndu styrk sinn á móti Frökkum | Frakkar verja ekki titilinn

Mirko Alilović, markvörður Króata, lokaði markinu á úrslitastundu þegar Króatar unnu öruggan sjö marka sigur á Frökkum, 29-22, í öðrum leik dagsins í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu. Alilović fór í gang í lokin eins og á móti Íslandi og kláraði hreinlega franska liðið.

Ásgeir Örn: Vorum ekki nógu grimmir

"Þeir voru miklu betri en við í dag. Þeir byrjuðu sterkar, voru ákveðnari og vissu betur hvað þeir ætluðu að gera í byrjun leiksins. Þá náðu þeir strax fínu forskoti og við vorum að elta það forskot allan leikinn," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem hefur verið að spila vel fyrir íslenska liðið í Serbíu.

Þórir: Við getum alveg unnið þetta lið

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson tók minni þátt í leiknum gegn Spánverjum í dag en hann hefur gert á mótinu til þessa. Ástæðan er að hann gengur ekki alveg heill til skógar og gat ekki æft fyrir leikinn.

Ólafur: Var ekkert stressaður

Hafnfirðingurinn Ólafur Guðmundsson átti ágæta innkomu af bekknum í tapinu gegn Spánverjum í dag og náði að skora sitt fyrsta mark á stórmóti.

Götze frá í tvo mánuði

Mario Götze, miðjumaðurinn stórefnilegi hjá Borussia Dortmund, er meiddur í nára og verður vegna þessa frá næstu tvo mánuðina.

PSG vill Alex sem hafnaði QPR

Leonardo, framkvæmdarstjóri Paris Saint-Germain, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á varnarmanninnum Alex sem er á leið frá Chelsea.

Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik

Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik.

Aron er ánægður með nálastunguna

Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli sem hafa plagað hann síðustu daga á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Nálastungumeðferð hefur hins vegar reynst honum vel.

Arnór: Mun líða vel í leiknum

Hörkutólið Arnór Atlason lét ekki slæmt bak aftra sér frá því að æfa með landsliðinu í gær. Arnór er lítið fyrir að væla og kýs að láta verkin tala sem hann hefur heldur betur gert í Serbíu.

Úthlutun gengur vel hjá SVFR

Úthlutun veiðisvæða hjá SVFR gengur ágætlega. Vænta má þess að flestir drættir um veiðisvæði verði yfirstaðnir í lok þessarar viku.

Pepe sleppur við bann fyrir að traðka á Messi

Pepe, portúgalski varnarmaður Real Madrid, fær enga refsingu fyrir að traðka á Lionel Messi leikmanni Barcelona í viðureign félaganna í Konungsbikarnum í síðustu viku. Spænska knattspyrnusambandið komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum á mánudag. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu.

Strákarnir horfðu saman á NFL

Hótellífið er ekkert sérstaklega spennandi eftir rúmlega vikutíma en strákarnir okkar gera sitt besta til þess að dreifa huganum og vera ferskir.

Réttað yfir Harry Redknapp - sakaður um skattsvik

Réttarhöld yfir Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Tottenham Hotspur, hófust í Southwark á Englandi í gær. Redknapp er sakaður um að hafa lagt greiðslur, sem hann fékk sem yfirmaður knattspyrnumála og knattspyrnustjóri Portsmouth, inn á reikning í Mónakó án þess að greiða af þeim skatt.

NBA: Boston jafnaði félagsmet gegn Orlando

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics tók Orlando í kennslustund á heimavelli sínum með 87-56 sigri á heimavelli. Boston hefur aðeins einu sinni áður fengið á sig eins fá stig í NBA deildinni. Boston lék án lykilmanna á borð við Rajon Rondo og Ray Allen. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston en Dwight Howard var sá eini sem eitthvað lét að sér kveða í liði Orlando. Hann skoraði 18 stig.

Sjá næstu 50 fréttir