Köstuðu leiknum frá sér í upphafi Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 25. janúar 2012 06:00 Rúnar Kárason fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í gær og nýtti það vel. Hann skoraði fjögur mörk og var valinn besti leikmaður íslenska liðsins af mótshöldurum. Mynd/Vilhelm Strákarnir okkar munu ekki leika um verðlaunasæti á EM. Þeir mættu of værukærir til leiks gegn Spáni í gær og voru allt of mistækir til þess að eiga raunhæfan möguleika á sigri í leiknum. Fyrsta korterið hjá strákunum var hörmulegt. Þeir virkuðu þreyttir, lítil stemning og einfaldlega ekki hafa trú á verkefninu. Varnarleikurinn var skelfilegur og sóknin litlu skárri þar sem eitt mark kom úr opnum leik fyrsta korterið. Eftir 16 mínútur var staðan orðin 10-3 og allt stefndi í vonda flengingu. Guðmundur tók þá leikhlé, sparkaði í afturendann á sínum mönnum og þeir ákváðu í kjölfarið að rífa sig í gang. Fóru að berja frá sér og rifu loksins upp smá stemningu. Náðu að minnka muninn í þrjú mörk en Spánverjar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. Synd því Björgvin var að verja frábærlega. Strákarnir þó sjálfum sér verstir með tvö vítaklúður og ruðning í hraðaupphlaupum. Strákarnir voru áfram að elta í síðari hálfleik og munurinn þrjú til fimm mörk. Í hvert skipti sem liðið átti möguleika að komast inn í leikinn gerði það sig sekt um herfileg klaufamistök sem voru einfaldlega allt of mörg í þessum leik. Á endanum var það þessi lélega byrjun og klaufaskapur sem kostaði liðið sigurinn. Það er ekki hægt að leyfa sér slík mistök gegn liði eins og Spáni. Björgvin Páll Gústavsson hrökk almennilega í gírinn í gær og sorglegt að liðið hafi ekki náð að nýta sér það betur. Kári Kristján átti frábæran leik og sýndi hversu miklum framförum hann hefur tekið. Kári hefði mátt koma oftar við sögu á þessu móti og sérstaklega á móti stærri og þyngri varnarmönnum. Það var einnig ánægjulegt að fylgjast með innkomu Rúnars Kárasonar í leikinn en sá strákur virðist vera á réttri leið og er alls óhræddur. Það jákvæðasta við þetta mót er hvað nýliðarnir hafa komið ákveðnir inn og skilað góðu verki. Ísland er aftur á móti skrefi á eftir Spáni um þessar mundir og ef Ísland á að eiga möguleika gegn slíku liði verður það að leika betur. Spánverjar eru komnir með ótrúlega gott lið og undirritaðan grunar að það séu að vera valdaskipti í handboltanum. Spánverjar séu að taka við kyndlinum af Frökkum og hafa alla burði til þess að vera með yfirburði á komandi árum. Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Strákarnir okkar munu ekki leika um verðlaunasæti á EM. Þeir mættu of værukærir til leiks gegn Spáni í gær og voru allt of mistækir til þess að eiga raunhæfan möguleika á sigri í leiknum. Fyrsta korterið hjá strákunum var hörmulegt. Þeir virkuðu þreyttir, lítil stemning og einfaldlega ekki hafa trú á verkefninu. Varnarleikurinn var skelfilegur og sóknin litlu skárri þar sem eitt mark kom úr opnum leik fyrsta korterið. Eftir 16 mínútur var staðan orðin 10-3 og allt stefndi í vonda flengingu. Guðmundur tók þá leikhlé, sparkaði í afturendann á sínum mönnum og þeir ákváðu í kjölfarið að rífa sig í gang. Fóru að berja frá sér og rifu loksins upp smá stemningu. Náðu að minnka muninn í þrjú mörk en Spánverjar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. Synd því Björgvin var að verja frábærlega. Strákarnir þó sjálfum sér verstir með tvö vítaklúður og ruðning í hraðaupphlaupum. Strákarnir voru áfram að elta í síðari hálfleik og munurinn þrjú til fimm mörk. Í hvert skipti sem liðið átti möguleika að komast inn í leikinn gerði það sig sekt um herfileg klaufamistök sem voru einfaldlega allt of mörg í þessum leik. Á endanum var það þessi lélega byrjun og klaufaskapur sem kostaði liðið sigurinn. Það er ekki hægt að leyfa sér slík mistök gegn liði eins og Spáni. Björgvin Páll Gústavsson hrökk almennilega í gírinn í gær og sorglegt að liðið hafi ekki náð að nýta sér það betur. Kári Kristján átti frábæran leik og sýndi hversu miklum framförum hann hefur tekið. Kári hefði mátt koma oftar við sögu á þessu móti og sérstaklega á móti stærri og þyngri varnarmönnum. Það var einnig ánægjulegt að fylgjast með innkomu Rúnars Kárasonar í leikinn en sá strákur virðist vera á réttri leið og er alls óhræddur. Það jákvæðasta við þetta mót er hvað nýliðarnir hafa komið ákveðnir inn og skilað góðu verki. Ísland er aftur á móti skrefi á eftir Spáni um þessar mundir og ef Ísland á að eiga möguleika gegn slíku liði verður það að leika betur. Spánverjar eru komnir með ótrúlega gott lið og undirritaðan grunar að það séu að vera valdaskipti í handboltanum. Spánverjar séu að taka við kyndlinum af Frökkum og hafa alla burði til þess að vera með yfirburði á komandi árum.
Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira