Handbolti

Sigurganga Frakka á enda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Rúmlega þriggja ára sigurganga Frakka á stórmótum er á enda eftir að Frakkar töpuðu 22-29 fyrir Króötum í gær.

Frakkar höfðu unnið fjögur stórmót í röð (ÓL 2008, HM 2009, EM 2010 og HM 2011) og komist í undanúrslit á átta stórmótum í röð eða öllum stórmótum frá og með HM í Túnis 2005.

Ólympíuleikarnir í Aþenu voru síðasta stórmótið þar sem Frakkar spiluðu ekki um verðlaun en franska liðið endaði þar í 5. sæti. Íslendingar mæta Frökkum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×