Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Átti Balotelli að fá rautt spjald?

Mario Balotelli var eitt helsta fréttaefnið í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Ítalski framherjinn tryggði Manchester City 3-2 sigur gegn Tottenham á sunnudaginn. Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Bjarni Guðjónsson leikmaður KR yfir ýmis atvik úr leik Man City og Tottenham.

Þar var m.a. farið vel yfir þegar Balotelli virtist stíga á höfuðið á Scott Parker og Bjarni var á þeirri skoðun að Balotelli hefði átt að fá rautt spjald í kjölfarið.

Innslagið úr Sunnudagsmessunni má skoða með því að ýta á hnappinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×