Handbolti

Spánverjarnir alltof sterkir - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslenska handboltalandsliðið átti litla möguleika á móti sterku liði Spánverja eftir að hafa nánast gefið þeim spænsku sjö mörk í forgjöf í upphafi leiks. Ísland tapaði leiknum á endanum með fimm marka mun.

Íslensku strákarnir eiga því ekki lengur möguleika á því að spila um verðlaun á mótinu og leikurinn á móti Frökkum á morgun verður síðasti leikur liðsins á Evrópumótinu í Serbíu.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í höllinni í Novi Sad í dag og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.


Tengdar fréttir

Ólafur: Var ekkert stressaður

Hafnfirðingurinn Ólafur Guðmundsson átti ágæta innkomu af bekknum í tapinu gegn Spánverjum í dag og náði að skora sitt fyrsta mark á stórmóti.

Arnór: Frábært að sjá Kára og Rúnar

Arnór Atlason var að vonum ekkert sérstaklega hress með tapið gegn Spánverjum í dag. Slæm byrjun á leiknum kom íslenska liðinu um koll.

Ásgeir Örn: Vorum ekki nógu grimmir

"Þeir voru miklu betri en við í dag. Þeir byrjuðu sterkar, voru ákveðnari og vissu betur hvað þeir ætluðu að gera í byrjun leiksins. Þá náðu þeir strax fínu forskoti og við vorum að elta það forskot allan leikinn," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem hefur verið að spila vel fyrir íslenska liðið í Serbíu.

Leik lokið: Spánn 31 - Ísland 26 | Ísland úr leik

Strákarnir okkar mættu ofjörlum sínum þegar þeir töpuðu fyrir Spáni á EM í handbolta í dag. Þar með er ljóst að Ísland á ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×