Tevez sektaður um sex vikna laun - verður ekki seldur á útsöluverði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2012 09:30 Tevez á varamannabekknum í leiknum umtalaða gegn Bayern München. Nordic Photos / Getty Images Carlos Tevez, framherji Manchester City, var sektaður um sex vikna laun í desember fyrir að fljúga til heimalands síns, Argentínu, án leyfis. Talsmaður félagsins staðfesti þetta við Reuters-fréttastofuna. Aganefnd félagsins sektaði Tevez þann 21. desember fyrir brot á samningi sínum við félagið. Tevez flaug án leyfis heim til Argentínu í nóvember og hefur ekki látið sjá sig á æfingu hjá Manchester liðinu síðan. Tevez áfrýjaði sektinni en áfrýjunarnefndin, sem samanstóð af stjórnarmönnum City, neitaði. Frestur Tevez til að áfrýja sektinni til ensku úrvalsdeildarinnar rennur út 30. janúar. Argentínumaðurinn, sem hefur ekki spilað mínútu fyrir Manchester City síðan í september þegar hann neitaði að hita upp í leik með City í Meistaradeild Evrópu, er með um 200 þúsund pund í vikulaun eða sem nemur um 39 milljónum íslenskra króna. Sektin hljóðar því upp á um 235 milljónir íslenskra króna.Verður ekki seldur á útsöluverði Tevez hefur verið orðaður við brotthvarf frá City og hafa AC Milan, Inter Milan og Paris St Germain verið nefndir sem líklegir áfangastaðir. Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, hefur staðfest að Tevez verði hvorki seldur ódýrt frá félaginu eða lánaður. Tevez verði látinn sitja út samning sinn við City ef til þess komi. „Carlos er skuldbundinn Manchester City næstu tvö og hálft tímabil. Fáum við ekki sanngjarnt tilboð verður Tevez hér út samningstímann," sagði Mubarak.Gagnrýnir forráðamenn AC Milan Mubarak staðfestir að viðræður hafi átt sér stað við forráðamenn Inter Milan og PSG. Hann er hins vegar harðorður í garð forráðamanna AC Milan. „Inter Milan og Paris St Germain hafa átt í góðum viðræðum við okkur og það er alltaf ánægjulegt að eiga í samskiptum við fólk sem nálgast hlutina af fagmennsku," sagði Mubarak sem segir ekki í myndinni að Tevez gangi til liðs við AC Milan. Hann segir að viðræður sem forráðamenn Milan áttu við Tevez og ráðgjafa hans án leyfis hafi orðið til þess að þeir nálguðust City á rangan hátt. „Vilji þeir (forráðamenn Milan) eiga möguleika á að klófesta Tevez í félagaskiptaglugganum ættu þeir að hætta að hrósa hverjum öðrum og finna út úr hvernig þeir mæta kröfum okkar," sagði Mubarak.City gengur vel án Tevez Manchester City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ekki er að sjá að félagið sakni Tevez sem varð markakóngur deildarinnar á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að Roberto Mancini, stjóri City, hafi lýst því yfir að Tevez myndi aldrei aftur spila fyrir félagið rétti hann Argentínumanninum sáttarhönd gegn því að hann bæðist afsökunar. Tevez stökk upp í næstu flugvél og hefur ekki sést síðan. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Carlos Tevez, framherji Manchester City, var sektaður um sex vikna laun í desember fyrir að fljúga til heimalands síns, Argentínu, án leyfis. Talsmaður félagsins staðfesti þetta við Reuters-fréttastofuna. Aganefnd félagsins sektaði Tevez þann 21. desember fyrir brot á samningi sínum við félagið. Tevez flaug án leyfis heim til Argentínu í nóvember og hefur ekki látið sjá sig á æfingu hjá Manchester liðinu síðan. Tevez áfrýjaði sektinni en áfrýjunarnefndin, sem samanstóð af stjórnarmönnum City, neitaði. Frestur Tevez til að áfrýja sektinni til ensku úrvalsdeildarinnar rennur út 30. janúar. Argentínumaðurinn, sem hefur ekki spilað mínútu fyrir Manchester City síðan í september þegar hann neitaði að hita upp í leik með City í Meistaradeild Evrópu, er með um 200 þúsund pund í vikulaun eða sem nemur um 39 milljónum íslenskra króna. Sektin hljóðar því upp á um 235 milljónir íslenskra króna.Verður ekki seldur á útsöluverði Tevez hefur verið orðaður við brotthvarf frá City og hafa AC Milan, Inter Milan og Paris St Germain verið nefndir sem líklegir áfangastaðir. Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, hefur staðfest að Tevez verði hvorki seldur ódýrt frá félaginu eða lánaður. Tevez verði látinn sitja út samning sinn við City ef til þess komi. „Carlos er skuldbundinn Manchester City næstu tvö og hálft tímabil. Fáum við ekki sanngjarnt tilboð verður Tevez hér út samningstímann," sagði Mubarak.Gagnrýnir forráðamenn AC Milan Mubarak staðfestir að viðræður hafi átt sér stað við forráðamenn Inter Milan og PSG. Hann er hins vegar harðorður í garð forráðamanna AC Milan. „Inter Milan og Paris St Germain hafa átt í góðum viðræðum við okkur og það er alltaf ánægjulegt að eiga í samskiptum við fólk sem nálgast hlutina af fagmennsku," sagði Mubarak sem segir ekki í myndinni að Tevez gangi til liðs við AC Milan. Hann segir að viðræður sem forráðamenn Milan áttu við Tevez og ráðgjafa hans án leyfis hafi orðið til þess að þeir nálguðust City á rangan hátt. „Vilji þeir (forráðamenn Milan) eiga möguleika á að klófesta Tevez í félagaskiptaglugganum ættu þeir að hætta að hrósa hverjum öðrum og finna út úr hvernig þeir mæta kröfum okkar," sagði Mubarak.City gengur vel án Tevez Manchester City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ekki er að sjá að félagið sakni Tevez sem varð markakóngur deildarinnar á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að Roberto Mancini, stjóri City, hafi lýst því yfir að Tevez myndi aldrei aftur spila fyrir félagið rétti hann Argentínumanninum sáttarhönd gegn því að hann bæðist afsökunar. Tevez stökk upp í næstu flugvél og hefur ekki sést síðan.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira