Tevez sektaður um sex vikna laun - verður ekki seldur á útsöluverði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2012 09:30 Tevez á varamannabekknum í leiknum umtalaða gegn Bayern München. Nordic Photos / Getty Images Carlos Tevez, framherji Manchester City, var sektaður um sex vikna laun í desember fyrir að fljúga til heimalands síns, Argentínu, án leyfis. Talsmaður félagsins staðfesti þetta við Reuters-fréttastofuna. Aganefnd félagsins sektaði Tevez þann 21. desember fyrir brot á samningi sínum við félagið. Tevez flaug án leyfis heim til Argentínu í nóvember og hefur ekki látið sjá sig á æfingu hjá Manchester liðinu síðan. Tevez áfrýjaði sektinni en áfrýjunarnefndin, sem samanstóð af stjórnarmönnum City, neitaði. Frestur Tevez til að áfrýja sektinni til ensku úrvalsdeildarinnar rennur út 30. janúar. Argentínumaðurinn, sem hefur ekki spilað mínútu fyrir Manchester City síðan í september þegar hann neitaði að hita upp í leik með City í Meistaradeild Evrópu, er með um 200 þúsund pund í vikulaun eða sem nemur um 39 milljónum íslenskra króna. Sektin hljóðar því upp á um 235 milljónir íslenskra króna.Verður ekki seldur á útsöluverði Tevez hefur verið orðaður við brotthvarf frá City og hafa AC Milan, Inter Milan og Paris St Germain verið nefndir sem líklegir áfangastaðir. Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, hefur staðfest að Tevez verði hvorki seldur ódýrt frá félaginu eða lánaður. Tevez verði látinn sitja út samning sinn við City ef til þess komi. „Carlos er skuldbundinn Manchester City næstu tvö og hálft tímabil. Fáum við ekki sanngjarnt tilboð verður Tevez hér út samningstímann," sagði Mubarak.Gagnrýnir forráðamenn AC Milan Mubarak staðfestir að viðræður hafi átt sér stað við forráðamenn Inter Milan og PSG. Hann er hins vegar harðorður í garð forráðamanna AC Milan. „Inter Milan og Paris St Germain hafa átt í góðum viðræðum við okkur og það er alltaf ánægjulegt að eiga í samskiptum við fólk sem nálgast hlutina af fagmennsku," sagði Mubarak sem segir ekki í myndinni að Tevez gangi til liðs við AC Milan. Hann segir að viðræður sem forráðamenn Milan áttu við Tevez og ráðgjafa hans án leyfis hafi orðið til þess að þeir nálguðust City á rangan hátt. „Vilji þeir (forráðamenn Milan) eiga möguleika á að klófesta Tevez í félagaskiptaglugganum ættu þeir að hætta að hrósa hverjum öðrum og finna út úr hvernig þeir mæta kröfum okkar," sagði Mubarak.City gengur vel án Tevez Manchester City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ekki er að sjá að félagið sakni Tevez sem varð markakóngur deildarinnar á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að Roberto Mancini, stjóri City, hafi lýst því yfir að Tevez myndi aldrei aftur spila fyrir félagið rétti hann Argentínumanninum sáttarhönd gegn því að hann bæðist afsökunar. Tevez stökk upp í næstu flugvél og hefur ekki sést síðan. Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Leik lokið: Silkeborg - KA 1-1 | Geggjað mark tryggði KA frábær úrslit Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira
Carlos Tevez, framherji Manchester City, var sektaður um sex vikna laun í desember fyrir að fljúga til heimalands síns, Argentínu, án leyfis. Talsmaður félagsins staðfesti þetta við Reuters-fréttastofuna. Aganefnd félagsins sektaði Tevez þann 21. desember fyrir brot á samningi sínum við félagið. Tevez flaug án leyfis heim til Argentínu í nóvember og hefur ekki látið sjá sig á æfingu hjá Manchester liðinu síðan. Tevez áfrýjaði sektinni en áfrýjunarnefndin, sem samanstóð af stjórnarmönnum City, neitaði. Frestur Tevez til að áfrýja sektinni til ensku úrvalsdeildarinnar rennur út 30. janúar. Argentínumaðurinn, sem hefur ekki spilað mínútu fyrir Manchester City síðan í september þegar hann neitaði að hita upp í leik með City í Meistaradeild Evrópu, er með um 200 þúsund pund í vikulaun eða sem nemur um 39 milljónum íslenskra króna. Sektin hljóðar því upp á um 235 milljónir íslenskra króna.Verður ekki seldur á útsöluverði Tevez hefur verið orðaður við brotthvarf frá City og hafa AC Milan, Inter Milan og Paris St Germain verið nefndir sem líklegir áfangastaðir. Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, hefur staðfest að Tevez verði hvorki seldur ódýrt frá félaginu eða lánaður. Tevez verði látinn sitja út samning sinn við City ef til þess komi. „Carlos er skuldbundinn Manchester City næstu tvö og hálft tímabil. Fáum við ekki sanngjarnt tilboð verður Tevez hér út samningstímann," sagði Mubarak.Gagnrýnir forráðamenn AC Milan Mubarak staðfestir að viðræður hafi átt sér stað við forráðamenn Inter Milan og PSG. Hann er hins vegar harðorður í garð forráðamanna AC Milan. „Inter Milan og Paris St Germain hafa átt í góðum viðræðum við okkur og það er alltaf ánægjulegt að eiga í samskiptum við fólk sem nálgast hlutina af fagmennsku," sagði Mubarak sem segir ekki í myndinni að Tevez gangi til liðs við AC Milan. Hann segir að viðræður sem forráðamenn Milan áttu við Tevez og ráðgjafa hans án leyfis hafi orðið til þess að þeir nálguðust City á rangan hátt. „Vilji þeir (forráðamenn Milan) eiga möguleika á að klófesta Tevez í félagaskiptaglugganum ættu þeir að hætta að hrósa hverjum öðrum og finna út úr hvernig þeir mæta kröfum okkar," sagði Mubarak.City gengur vel án Tevez Manchester City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ekki er að sjá að félagið sakni Tevez sem varð markakóngur deildarinnar á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að Roberto Mancini, stjóri City, hafi lýst því yfir að Tevez myndi aldrei aftur spila fyrir félagið rétti hann Argentínumanninum sáttarhönd gegn því að hann bæðist afsökunar. Tevez stökk upp í næstu flugvél og hefur ekki sést síðan.
Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Leik lokið: Silkeborg - KA 1-1 | Geggjað mark tryggði KA frábær úrslit Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira