Handbolti

Björgvin Páll: Við misstum neistann

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Björgvin Páll Gústavsson varði 20 skot í gær.
Björgvin Páll Gústavsson varði 20 skot í gær. Mynd/Vilhelm
„Ég hefði frekar viljað verja tvo bolta og vinna en verja 20 bolta og tapa," sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti sinn langbesta leik á EM í gær. Varði 20 skot og þar af þrjú víti.

„Við mættum betra liði í dag og þeir eru betri en við í handbolta um þessar mundir. Við byrjuðum skelfilega og grófum okkur holu sem við komumst ekki upp úr," sagði Björgvin, en hvað var að í upphafi leiksins?

„Við fengum klaufaleg mörk á okkur og einbeitingin ekki til staðar. Þá missum við neistann sem við vorum að leita að í framhaldinu. Við spiluðum samt fínan leik en mættum liði sem er frábært og það má ekki gefa þeim svona forskot eins og við gerðum í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×