Tæknimistökin verða okkur að falli Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 25. janúar 2012 07:00 Kári Kristjánsson átti sinn besta leik á EM í Serbíu á móti Spánverjum í gær. Hann skoraði þrjú mörk og fiskaði fjögur víti. Mynd/Vilhelm Kári Kristján Kristjánsson átti magnaðan leik gegn Spánverjum í gær. Hann kom af bekknum, skoraði þrjú mörk og fiskaði ein fjögur víti. Hann var þess utan duglegur að opna fyrir félaga sína enda enginn hægðarleikur fyrir Spánverjana að komast í kringum „Heimaklett" eins og Eyjamaðurinn þrekni er stundum kallaður. „Það er gott fyrir mig að lenda í svona vinnu eins og í dag. Þeir eru stórir og ég er stór. Ég næ að taka mér stöðu. Mér fannst það takast mjög vel hjá mér allan leikinn að opna vörnina hjá þeim," sagði Kári en hann var alls ekki nógu hress með nýtinguna hjá íslenska liðinu í leiknum í gær. „Á móti svona liði þurfum við að klára þessi færi. Við erum að fara með helvíti mikið af færum og tæknifeilarnir verða okkur að falli svona heilt yfir á mótinu. Við fáum frákast og föttum ekki að drippla. Förum báðir í frákast og náum engum fráköstum. Misskilningur á milli manna og allir þessir feilar verða okkur að falli í þessum leik. Það er rosalega svekkjandi." Kári segir að ef íslenska liðið ætli að geta keppt við þau bestu í dag verði liðið að fækka þessum mistökin. „Litlu atriðin eru svo ofboðslega dýr og við megum ekki vera svona mistækir. Heilt yfir fannst mér við samt spila vel. Auðvitað vorum við daufir fyrsta korterið og það er andskoti dapurt að mæta ekki betur tilbúnir til leiks. Það bara má ekki gegn þessu liði," sagði Kári og bætti við: „Við spiluðum lengi vel og ef við hefðum ekki verið svona mistækir hefðum við getað fengið eitthvað úr þessu." Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson átti magnaðan leik gegn Spánverjum í gær. Hann kom af bekknum, skoraði þrjú mörk og fiskaði ein fjögur víti. Hann var þess utan duglegur að opna fyrir félaga sína enda enginn hægðarleikur fyrir Spánverjana að komast í kringum „Heimaklett" eins og Eyjamaðurinn þrekni er stundum kallaður. „Það er gott fyrir mig að lenda í svona vinnu eins og í dag. Þeir eru stórir og ég er stór. Ég næ að taka mér stöðu. Mér fannst það takast mjög vel hjá mér allan leikinn að opna vörnina hjá þeim," sagði Kári en hann var alls ekki nógu hress með nýtinguna hjá íslenska liðinu í leiknum í gær. „Á móti svona liði þurfum við að klára þessi færi. Við erum að fara með helvíti mikið af færum og tæknifeilarnir verða okkur að falli svona heilt yfir á mótinu. Við fáum frákast og föttum ekki að drippla. Förum báðir í frákast og náum engum fráköstum. Misskilningur á milli manna og allir þessir feilar verða okkur að falli í þessum leik. Það er rosalega svekkjandi." Kári segir að ef íslenska liðið ætli að geta keppt við þau bestu í dag verði liðið að fækka þessum mistökin. „Litlu atriðin eru svo ofboðslega dýr og við megum ekki vera svona mistækir. Heilt yfir fannst mér við samt spila vel. Auðvitað vorum við daufir fyrsta korterið og það er andskoti dapurt að mæta ekki betur tilbúnir til leiks. Það bara má ekki gegn þessu liði," sagði Kári og bætti við: „Við spiluðum lengi vel og ef við hefðum ekki verið svona mistækir hefðum við getað fengið eitthvað úr þessu."
Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Sjá meira