Fleiri fréttir

Snæfell lætur stigahæsta leikmann Iceland Express deildar karla fara

Brandon Cotton, stigahæsti leikmaður fyrstu þriggja umferða Iceland Express deildar karla í körfubolta, hefur verið leystur undan samningi hjá Snæfelli en hann hefur skorað 35,3 stig að meðaltali í leik það sem af er á tímabilinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Snæfelli.

NBA-eigendurnir skiptast í tvo hópa - sumir tilbúnir að gefa eftir

Það berast engar góðar fréttir af NBA-deilunni og menn eru virkilega farnir að spá því að það verði ekkert NBA-tímabil í vetur. Bandarískir fjölmiðlar velta því samt upp hvort að það geti verið að það séu ekki allir eigendurnir sem vilja þvinga leikmenn til að samþykkja 50-50 siptingu á innkomunni.

Mancini: Mario Balotelli getur orðið einn sá besti í heimi

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, tjáði sig um Mario Balotelli sem skoraði tvö mörk og fiskaði eitt rautt spjald í 6-1 stórsigri City-liðsins á Old Trafford í dag. Balotelli komst í fréttirnar í aðdraganda leiksins þegar kviknaði í heima hjá honum eftir að menn voru þar að leika sér að því að skjóta flugeldum út um baðherbergisgluggann.

Versta tap Manchester United á Old Trafford síðan 1955

Það þarf að fara langt aftur til að finna aðra eins niðurlægingu og Englandsmeistarar Manchester United fengu á móti nágrönnum sínum í Manchester City á Old Trafford í dag. Það var búið að bíða lengi eftir slag tveggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar en yfirburðir City voru miklir ekki síst eftir að United-liðið missti mann af velli í upphafi seinni hálfleiks.

Sandnes Ulf komst í dag í norsku úrvalsdeildina

Steinþór Freyr Þorsteinsson og Ingimundur Níels Óskarsson komust í dag í norsku úrvalsdeildina þegar lið þeirra Sandnes Ulf rústaði Löv-Ham í næstsíðustu umferð norsku 1. deildarinnar.

Joe Hart: Við fáum ekkert aukastig fyrir að bursta United

Joe Hart, markvörður Manchester City, var rólegur eftir 6-1 stórsigur á nágrönnunum í Manchester United í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór á Old Trafford í dag. City náði fimm stiga forskot á United með þessum sigri og endaði langa sigurgöngu United-liðsins á Old Trafford.

Ferguson: Rauða spjaldið drap okkur

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum brugðið eftir 6-1 tap fyrir grönnum sínum í Manchester City á Old Trafford í dag.

Micah Richards: Háværasömu nágrannarnir eru mættir

Micah Richards, varnarmaður Manchester City, var í skýjunum eftir 6-1 stórsigur á nágrönnunum í Manchester United á Old Trafford í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Richards talaði um það fyrir leikinn á leikmenn United væru hræddir við City-liðið.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 20-21

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir því úkraínska í undakeppni Evrópumótsins sem fram fer árið 2012. Sóknarleikur liðsins varð þeim að falli í síðari hálfleik en þær leiddu leikinn 11-8 í hálfleik. Virkilega slæm úrslit en landsliðið hefur nú tapað báðum leikjum liðsins í undankeppninni.

Heiðar tryggði QPR sigur á Chelsea - öll úrslitin í enska í dag

Heiðar Helguson tryggði nýliðum Queens Park Rangers óvæntan 1-0 sigur á Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar skoraði eina mark leiksins úr víti sem hann fékk sjálfur á 10. mínútu en annars var þetta ótrúlegur knattspyrnuleikur þar sem Chelsea-liðið faldi það mjög vel að vera níu á móti ellefu í 49 mínútur.

Tottenham fór upp fyrir Liverpool - Van der Vaart með tvö mörk

Hollendingurinn Rafael van der Vaart skoraði bæði mörk Tottenham í 2-1 útisigri á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag en Tottenham fór upp fyrir Liverpool og í 5. sætið með þessum sigri sem var sá fimmti hjá liðinu í síðustu sex deildarleikjum. Blackburn er aftur á móti í botnsætinu enda aðeins búið að ná í eitt stig út úr síðustu fjórum leikjum.

Haukur Helgi og Jón Arnór báðir stigalausir í dag

Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson komust hvorugir á blað í leikjum sinna liða í spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í dag og voru báðir íslensku landsliðsmennirnir í miklum villuvandræðum. Haukur Helgi og félagar í Assignia Manresa unnu góðan sigur en Jón Arnór og félagar í CAI Zaragoza þurftu að sætta sig við stórt tap.

Dalglish: Látið Luis Suarez í friði

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, kom enn á ný til varnar Luis Suarez sem var í sviðsljósinu í 1-1 jafntefli á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni. Í síðustu viku var Suarez ásakaður um kynþóttafordóma en að þessu sinni um leikaraskap.

Fengu 430 þúsund króna sekt fyrir byssu-fagnið sitt

Guadalajara frá Mexíkó hefur sektað tvo leikmenn sína fyrir það hvernig þeir fögnuðu marki í leik liðsins á dögunum. Annar leikmaðurinn þóttist þá skjóta hinn í höfuðið en það varð í kjölfarið allt vitlaust í Mexíkó þar sem eiturlyfjastríðið hefur kostað yfir 44 þúsund manns lífið.

Samuel Eto'o útilokar ekki að fara til Inter á láni

Samuel Eto'o útilokar það ekki að fara á láni til síns gamla félags í vetrarfríinu í Rússlandi en Anzhi Makhachkala keypti Kamerúnmanninn frá Internazionale í ágúst. Internazionale þarf nauðsynlega á styrk að halda í sóknarleiknum.

Venables valdi 11 manna úrvalslið úr liðum United og City: 6-5 fyrir United

Terry Venables, fyrrum þjálfari enska landsliðsins og stjóri Barcelona og Tottenham, skirfaði pistil í The Sun þar sem hann valdi ellefu manna úrvalslið úr liðum Manchester City og Manchester United. Manchester-liðin mætast einmitt í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford á morgun.

Messi klúðraði víti í uppbótartíma og Barcelona gerði markalaust jafntefli

Real Madrid situr í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir að Barcelona náði aðeins markalaust jafntefli á móti Sevilla í kvöld. Real Madrid komst á toppinn eftir 4-0 sigur á Malaga fyrr í kvöld. Real er með 19 stig en Barcelona er með 18 stig. Levante getur síðan komist á toppinn með sigri í sínum leik á morgun.

Dalglish: Eitt stig gefur ekki rétta mynd af spilamennskunni

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, þurfti að horfa upp á sína menn fara afar illa með dauðafærin og sjá á eftir tveimur stigum á heimavelli í 1-1 jafntefli á móti nýliðum Norwich á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Grant Holt hjá Norwich: Heppnin var með okkur í liði

Grant Holt og John Ruddy voru mennirnir á bak við stig Norwich á Anfield í kvöld en Liverpool og nýliðarnir gerðu þá 1-1 jafntefli. Holt skoraði jöfnunarmarkið og Ruddy varði hvað eftir annað glæsilega í markinu.

Cristiano Ronaldo með þrennu í fyrri hálfleik í 4-0 sigri Real

Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Real Madrid vann 4-0 útisigur á spútnikliðinu Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Öll mörk Real-liðsins komu í fyrri hálfleiknum en liðið komst á toppinn með þessum sannfærandi sigri.

Bjarte Myrhol snéri aftur í sigri Rhein-Neckar Löwen

Norðmaðurinn Bjarte Myrhol lék sinn fyrsta leik með Rhein-Neckar Löwen í dag eftir að hann greindist með krabbamein. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Löwen unnu þá 30-25 heimasigur á Frisch Auf Göppingen.

Ari skoraði og Sundsvall fór upp þrátt fyrir tap

Ari Freyr Skúlason og félagar í Sundsvall-liðinu fögnuðu þrátt fyrir tapleik á móti Jönköpings Södra í lokaumferð sænsku b-deildarinnar í dag. Sundsvall er komið upp í sænsku úrvalsdeildina á ný eftir fjögurra ára fjarveru.

Sjá næstu 50 fréttir