Handbolti

Anton og Hlynur dæmdu þegar Kiel missti sigur í jafntefli í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Kiel gerði 28-28 jafntefli á móti spænska liðinu Ademar Leon í Meistaradeildinni í handbolta í dag. Spánverjarnir tryggðu sér jafntefli með marki beint úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn.

Aron Pálmarsson komst ekki á blað hjá Kiel en markahæstir voru þeir Momir Ilic, Filip Jicha og Kim Andersson með sex mörk hver.

Kiel var 15-12 yfir í hálfleik og var með þriggja marka forskot, 24-21, þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu þennan leik sem fór fram fyrir framan 5.500 áhorfendur í Palacio de los Deportes í Leon. Kiel var útaf í átta mínútur en Leon í aðeins tvær mínútur en Kiel fékk einu víti fleira.

Kiel hefur aðeins náð að vinna einn af fyrstu þremur leikjum sínum í Meistaradeildinni en liðið tapaði með einu marki fyrir franska liðinu Montpellier síðasta leik á undan.

Montpellier og AG Kaupmannahöfn hafa bæði unnið alla sína leiki í riðlinum og mætast á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×