Sport

Haaland á skotskónum í sigri Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn City fagna marki Haaland í kvöld.
Leikmenn City fagna marki Haaland í kvöld. vísir/getty

Man. City vann þægilegan 0-3 sigur á Palermo í æfingaleik í kvöld.

Erling Haaland kom City á bragðið með marki á 25. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Tijani Reijnders var í banastuði í síðari hálfleik og skoraði þá tvö mörk fyrir City á 59. og 82. mínútu.

Palermo missti mann af velli með rautt spjald er rúmar 20 mínútur lifðu leiks og það var ekki að auðvelda verkefnið fyrir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×