Handbolti

Bjarte Myrhol snéri aftur í sigri Rhein-Neckar Löwen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarte Myrhol.
Bjarte Myrhol. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Norðmaðurinn Bjarte Myrhol lék sinn fyrsta leik með Rhein-Neckar Löwen í dag eftir að hann greindist með krabbamein. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Löwen unnu þá 30-25 heimasigur á Frisch Auf Göppingen.

Róbert Gunnarsson skoraði 1 mark úr 2 skotum í leiknum en markið hans kom með einu af hans þekktu skotum aftur fyrir sig eftir sendingu frá Andy Schmid.

Uwe Gensheimer skoraði tíu mörk fyrir Löwen þar af 4 úr vítum. Patrick Groetzki var með átta mörk og Krzysztof Lijewski skoraði fimm mörk.

Bjarte Myrhol spilaði aðeins í þrjár mínútur í þessum leik en það var dramatísk stund þegar hann snéri aftur inn á handboltavöllinn eftir þessi erfiðu veikindi.

„Þetta var erfitt verkefni á móti mjög góðu liði. Nú bíður okkar annar erfiður leikur í Melsungen á þriðjudagskvöldið," sagði Guðmundur Guðmundsson í viðtali á heimasíðu Rhein-Neckar Löwen.

„Ég undirbjó mig fyrir þennan leik eins og ég var vanur en það var mjög tilfinningarík stund að koma inn í salinn," sagði Bjarte Myrhol.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×