Fleiri fréttir

Ledley King framlengir hjá Tottenham

Ledley King, fyrirliði Tottenham, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum til ársins 2012. Þessi 29 ára miðvörður átti mjög gott tímabil með Tottenham.

Þjálfari Sampdoria: Jafnast á við meistaratitilinn

Það voru ekki bara stuðningsmenn Inter sem höfðu ástæðu til að fagna eftir lokaumferðina á Ítalíu í dag. Sampdoria er komið aftur í Evrópukeppni eftir átján ára bið en liðið endaði í fjórða sæti og verður í Meistaradeildinni næsta tímabil.

Chelsea vill Luka Modric

Chelsea vill fá miðjumanninn króatíska Luka Modric frá Tottenham. Modric er ofarlega á óskalista Chelsea sem talið er tilbúið að reiða fram háar fjárhæðir fyrir leikmanninn.

SönderjyskE hélt sæti sínu þrátt fyrir tap

SönderjyskE náði að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni en lokaumferðin fór fram í dag. Liðið tapaði fyrir FC Köbenhavn 3-1 en það kom þó ekki að sök því önnur úrslit voru því hagstæð.

Annar sigur Webbers í röð

Ástralinn Mark Webber vann góðan og öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í dag á Red Bull. Hann kom á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Webber vann á Spáni um síðustu helgi.

Þjálfari Minden segir Gylfa spila eins og hann væri sjö árum yngri

Gylfi Gylfason hefur framlengt samning sinn við GWD Minden í Þýskalandi en liðið er fallið úr þýsku úrvalsdeildinni og spilar í b-deildinni næsta vetur. Gylfi hefur staðið sig vel með liðinu í vetur og er með 93 mörk í 29 leikjum eða 3,2 að meðaltali í leik.

Haukamenn "skjóta" aðeins á markaskorara sína á móti KR

Haukar náðu 2-2 jafntefli á móti Íslandsmeistaraefnunum KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla þökk sé mörkum frá Úlfari Hrafni Pálssyni og Pétri Sæmundssyni. Þeir voru báðir að skora í sínum fyrsta leik í efstu deild. Þeir Úlfar og Pétur fá skemmtileg skot í viðtölum á heimasíðu Hauka fyrir stórleikinn á móti FH á Vodafonevellinum í kvöld.

Wayne Rooney alskeggjaður og spikfeitur í nýrri Nike-auglýsingu

Hún er ekki sérlega glæsileg framtíðin hans Wayne Rooney eins og hún kemur fram í nýrri auglýsingu frá Nike. "Write The Future" auglýsingarherferðin snýst um að sýna það á spaugilegan hátt hvernig lítil mistök geta breytt öllu fyrir íþróttamenn.

Eitt mark hefur ráðið úrslitum í 10 af fyrstu 12 leikjum 1. deildarinnar

Það stefnir í jafnt og spennandi sumar í 1. deildinni þar sem tólf lið berjast um að komast í hóp þeirra tólf bestu í Pepsi-deild karla. Nánast allir leikir fyrstu tveggja umferða deildarinnar hafa verið æsispenandi og dramatískir sem sést vel á því að eitt mark hefur ráðið úrslitum í 10 af fyrstu 12 leikjum 1. deildarinnar.

Daniel Agger gifti sig í Hvidovre-krikju í gær

Daniel Agger, varnarmaður Liverpool og danska landsliðsins, notaði stuttan frítíma milli tímabilsins með Liverpool og undirbúnings danska landsliðsins fyrir HM, til að giftast æskuástinni sinni í Hvidovre-krikju í gær.

Fabio Capello ætlar að þjálfa enska landsliðið á EM 2012

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, ætlar að halda áfram með liðið fram að EM 2012. Ítalski þjálfarinn hefur beðið um að samningur sinn verði endurskrifaður þannig að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi eftir HM þar sem átti að ákveða það hvort að hann myndi halda áfram með liðið eða ekki.

Mark Webber vann í Mónakó

Mark Webber sýndi frábæran akstur og vann kappaksturinn í Mónakó sem var að ljúka. Hann hóf keppni á ráspól og vann öruggan sigur.

Ballack haltraði útaf mánuði fyrir HM - bíður eftir myndatöku

Michael Ballack, fyrirliði þýska landsliðsins, fór meiddur af velli á 44. mínútu í bikarúrslitaleiknum á móti Portsmouth í dag eftir harða tæklingu frá Kevin-Prince Boateng. Það er aðeins mánuður í HM og það hefur örugglega farið um margan Þjóðverjann að sjá fyrirliðann haltra útaf.

Nasri: Ég er ekki sá eini í Arsenal-liðinu sem talar ekki við Gallas

Samir Nasri var allt en ánægður með að komast ekki í franska HM-hópinn og þá sérstaklega vegna þess að landi hans og félagi í Arsenal, William Gallas, er í hópnum. Willian Gallas er langt frá því að vinna einhverjar vinsældarkosningar meðal leikmannahóps Arsenal og Nasi staðfestir það í viðtali við The Sun.

Eyjamenn flýja með liðið sitt frá Eyjum vegna öskufallsins

Eyjamenn þurfa að flýja Vestmannaeyjar með Pepsi-deildarliðið sitt vegna þess að öskufallið frá Eyjafjallajökkli kemur í veg fyrir að liðið geti æft. Knattspyrnuráð ÍBV biðlað til atvinnurekenda í bænum um að leikmenn liðsins fái að fara til Reykjavíkur og æfa þar alla næstu viku.

Ronaldinho skoraði tvö í kveðjuleik landa síns og AC Milan vann Juve 3-0

Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði tvö mörk fyrir AC Milan sem vann í kvöld 3-0 sigur á Juventus í síðasta leik liðanna í ítölsku deildinni á þessu tímabili. Þetta var einnig síðasti leikur AC Milan undir stjórn Leonardo sem tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta með liðið.

Francesco Totti hitti Russell Crowe í Colosseum fyrir leikinn á morgun

Leikmenn Roma ætla greinilega að reyna sækja sér kraft og baráttuanda til skylmingaþrælanna í Rómaveldi fyrir lokaumferðina í ítölsku deildinni á morgun ef marka má hvar fyrirliði liðsins eyddi gærdeginum. Roma er í keppni um ítalska titilinn við Jose Mourinho og lærisveina hans í Inter Milan.

Bayern Munchen vann þýska bikarinn með stæl í kvöld

Bayern Munchen er þýskur bikarmeistari eftir sannfærandi 4-0 sigur á Werder Bremen í bikarúrslitaleiknum í Berlín í kvöld. Bayern er þar með tvöfaldur meistari í Þýskalandi á þessu tímabili og getur fullkomnað þrennuna með því að vinna úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Inter eftir eina viku.

Terry: Við hættum aldrei og þess vegna erum við meistarar

John Terry, fyrirliði Chelsea, var í dag sá fyrsti í sögu Chelsea sem bæði tekur á móti bæði Englandsbikarnum og enska bikarnum á sama tímabili sem og sá fyrstu í sögu Lundúnaliðsins sem lyftir enska bikarnum tvö ár í röð.

Ari Freyr Skúlason með þrennu í sigri Sundsvall

Ari Freyr Skúlason var í miklu stuði með Sundsvall í sænsku b-deildinni í dag þegar hann skoraði þrennu í 5-2 heimasigri liðsins á Syrianska. Með þessum þremur stigum komst Sundsvall-liðið upp í 2. sæti deildarinnar sem skilar sæti í Allsvenskan í haust takist Ara og félögum að halda því.

Didier Drogba tryggði Chelsea enska bikarinn og sögulega tvennu

Didier Drogba skoraði eina markið í 1-0 sigri Chelsea á Portsmouth í viðburðarríkum úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley í dag. Markið skoraði Drogba beint úr aukaspyrnu á 58. mínútu og aðeins þremur mínútum eftir að Peter Cech varði víti frá Portsmouth manninum Kevin Prince-Boateng .

Iker Casillas: Kallar eftir stöðugleika hjá Real Madrid

Iker Casillas, markvörður spænska stórliðsins Real Madrid, vill að Manuel Pellegrini fái tækifæri til að þjálfa liðið áfram og hann kallar eftir meiri stöðugleika hjá félaginu. Real Madrid stendur líklega uppi titlalaust eftir tímabilið þrátt fyrir að hafa, síðasta sumar, eytt gríðarlegum fjármunum í marga af bestu leikmönnum heims.

Webber: Frábært að vera fremstur

Mark Webber var að vonum anægður að hafa náð besta tíma í tímatökunni í Mónakó í dag. Hann ræsir af stað við hlið Robert Kubica sem var fremur hissa á að ná öðru sætinu.

Sextán ára strákarnir komnir í úrslitaleikinn á Norðurlandamótinu

Íslenska 16 ára landslið karla spilar á morgun til úrslita um Norðurlandameistaratitilinn en NM yngri landsliða stendur nú yfir í Solna í Svíþjóð. Íslensku 16 ára strákarnir hafa unnið alla fjóra leiki sína á mótinu þar á meðal fjögurra stiga sigur á Svíum sem verða mótherjar þeirra í úrslitaleiknum.

Erna Björk getur spilað með Blikum í sumar - krossbandið ekki slitið

Erna Björk Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, getur eftir allt saman spilað með Breiðabliki í sumar en Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Breiðabliks staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Erna Björk sé ekki með slitið krossband eins og haldið var.

Aðeins sex félög hafa unnið tvennuna - bætist Chelsea í hópinn?

Chelsea getur komist í úrvalshóp í dag vinni liðið Portsmouth í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley en aðeins sex félögum hefur tekið að vinna enska meistaratitilinn og enska bikarinn á sama tímabili. Félögin sex sem hafa unnið tvennuna eru Preston North End, Aston Villa, Tottenham Hotspur, Arsenal, Liverpool og Manchester United.

Sjá næstu 50 fréttir