Enski boltinn

Mourinho: Meira afrek undir minni stjórn en Ancelotti

Elvar Geir Magnússon skrifar

Jose Mourinho, þjálfari Inter, segist hæstánægður með að Chelsea hafi tekist að vinna tvennuna á Englandi. Hann segir þó að afrek liðsins hafa verið stærra undir sinni stjórn.

„Fólk getur skrifað það sem það vill. Ég er ánægður með árangur Chelsea. Þetta lið vann eftir fjögurra ára bið en við unnum eftir 50 ára bið. Þeir skoruðu fleiri mörk en við fengum fleiri stig. Þeir féllu út í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en við í undanúrslitum," segir Mourinho.

„Þeir unnu FA-bikarinn án þess að spila gegn stórliði, við unnum keppnina eftir að hafa lagt Manchester United í undanúrslitum og Liverpool í úrslitum. Þeirra treyja er blá og okkar var það líka. Aðrir tímar, aðrir andstæðingar en árangur. Hjá Chelsea er það sem skiptir máli," segir Mourinho sem hefur munninn fyrir neðan nefið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×