Enski boltinn

Chelsea vann enska bikarinn á Wembley í dag - myndasyrpa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Chelsea fagna sigri í dag.
Leikmenn Chelsea fagna sigri í dag. Mynd/AP
Chelsea tryggði sér tvöfaldan sigur á þessu tímabili með því að vinna 1-0 sigur á Portsmouth í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem fram fór á Wembley í dag. Chelsea hafði tæpri viku áður tryggt sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjú ár en núna var liðið að vinna enska bikarinn annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum.

Úrslitaleikurinn var mjög viðburðarríkur þrátt fyrir að aðeins eitt mark hafi litið dagsins ljós en tvær vítaspyrnur fóru meðal annars forgörðum og Chelsea-menn áttu fimm stangar- eða sláarskot í fyrri hálfleiknum.

Ljósmyndarar AP, The Associated Press, voru að sjálfsögðu mættir í hópum á leikinn og hér fyrir neðan má sjá brot af afrakstri þeirra á úrslitaleiknum í dag.

Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.





Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP

Tengdar fréttir

Didier Drogba tryggði Chelsea enska bikarinn og sögulega tvennu

Didier Drogba skoraði eina markið í 1-0 sigri Chelsea á Portsmouth í viðburðarríkum úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley í dag. Markið skoraði Drogba beint úr aukaspyrnu á 58. mínútu og aðeins þremur mínútum eftir að Peter Cech varði víti frá Portsmouth manninum Kevin Prince-Boateng .

Terry: Við hættum aldrei og þess vegna erum við meistarar

John Terry, fyrirliði Chelsea, var í dag sá fyrsti í sögu Chelsea sem bæði tekur á móti bæði Englandsbikarnum og enska bikarnum á sama tímabili sem og sá fyrstu í sögu Lundúnaliðsins sem lyftir enska bikarnum tvö ár í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×