Enski boltinn

Ledley King framlengir hjá Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar

Ledley King, fyrirliði Tottenham, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum til ársins 2012. Þessi 29 ára miðvörður átti mjög gott tímabil með Tottenham.

Stöðug hnémeiðsli hafa gert honum lífið leitt en með því að æfa mjög takmarkað og leggja áherslu á sund og lyftingar gat hann spilað 21 leik á tímabilinu.

Hann segist fullur tilhlökkunar fyrir næsta tímabili enda Tottenham að fara að taka þátt í Meistaradeild Evrópu eftir góðan árangur í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×