Enski boltinn

Terry: Við hættum aldrei og þess vegna erum við meistarar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea, fagnar sigri með Ashley Cole.
John Terry, fyrirliði Chelsea, fagnar sigri með Ashley Cole. Mynd/AP
John Terry, fyrirliði Chelsea, var í dag sá fyrsti í sögu Chelsea sem bæði tekur á móti bæði Englandsbikarnum og enska bikarnum á sama tímabili sem og sá fyrstu í sögu Lundúnaliðsins sem lyftir enska bikarnum tvö ár í röð.

„Það er einstök tilfinning að vinna tvennuna. Við hittum tréverkið svo oft að ég hélt að þetta ætlaði aldrei að koma hjá okkur. Við fengum síðan frábært mark frá Didier á endanum," sagði John Terry, fyrirliði Chelsea, sem var einn af leikmönnum liðsins sem hitti tréverkið í fyrri hálfleiknum.

„Þetta er ástæðan fyrir því að við erum enskir meistarar því að við hættum aldrei," sagði John Terry en hann var ekki ánægður með aðstæðurnar.

„Grasið var ekki nógu gott til að eiga heima á Wembley. Þetta er versti völlur sem ég hef spilað á þessu tímabili og þetta er bara ekki nógu gott," sagði Terry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×