Enski boltinn

Didier Drogba: Ég hélt að ég hefði hitt stöngina einu sinni enn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba skorar hér sigurmark sitt í leiknum í dag.
Didier Drogba skorar hér sigurmark sitt í leiknum í dag. Mynd/AP
Didier Drogba tryggði Chelsea enska bikarinn í dag og hefur þar með skorað í öllum sex leikjum sínum á Wembley þar á meðan öllum þremur bikarúrslitaleikjunum.

„Þetta er frábært. Við erum búnir að vinna tvennuna," sagði Didier Drogba kátur í viðtali við BBC eftir leikinn,

„Það var erfitt að halda einbeitingunni eftir að við unnum enska titilinn um síðustu helgi en við náðum að klára þetta," sagði Didier Drogba sem var orðinn þreyttur að sjá öll skot Chelsea enda í tréverkinu framan af leik.

„Ég sá smá pláss til að koma boltanum framhjá veggnum en ég hélt að ég hefði hitt stöngina einu sinni enn. Sem betur fer fór hann inn í þetta skiptið," sagði Drogba kátur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×