Enski boltinn

Avram Grant: Ég er bæði mjög stoltur og mjög leiður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Avram Grant, stjóri Portsmouth, tekur við silfurverðlaununum og þakkar stuðningsmönnum Portsmouth fyrir.
Avram Grant, stjóri Portsmouth, tekur við silfurverðlaununum og þakkar stuðningsmönnum Portsmouth fyrir. Mynd/AP
Avram Grant, stjóri Portsmouth, stjórnaði Portsmouth í síðasta sinn í dag þegar liðið tapaði 0-1 á móti Englandsmeisturum Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar.

„Þetta er dagur þar sem ég er bæði mjög stoltur og mjög leiður. Við fengum tækifæri til þess að vinna leikinn en við nýttum það ekki," sagði Avram Grant í viðtali við BBC.

„Þetta er búið að vera ótrúlegt tímabil og ég mun aldrei gleyma þessum tíma. Við unnum sem lið og við töpuðum sem lið," sagði Avram Grant og bætti við:

„Því miður fyrir mig sjálfan þá þurfti ég að tapa öðrum úrslitaleiknum í röð á Wembley," sagði Avram Grant og vísaði þá í að hann tapaði úrslitaleik enska deildarbikarsins með Chelsea á móti Tottenham árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×