Besian Idrizaj, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Swansea, lést á heimili sínu í Austurríki eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var aðeins 22 ára gamall en hafði verið í herbúðum Liverpool frá 2005 til 2008.
Besian Idrizaj var framherji og lék á sínum tíma með 21 árs landsliði Austurríkis. Hann náði aldrei að vinna sér sæti í aðalliði Liverpool eftir að hafa komið þangað 2005. Idrizaj var lánaður til Luton og Crystal Palace áður en hann snéri aftur til Austurríkis 2008.
Besian Idrizaj kom til Swansea í ágúst og lék þrjá leiki með liðinu í b-deildinni á þessu tímabili. Hann gekk undir nákvæmar rannsóknir árið 2008 eftir að hafa tvisvar sinnum hnigið niður í leik.
Idrizaj var staddur á heimili foreldra sinna þegar hann fékk hjartaáfall og það tókst ekki að lífga hann við.
Fyrrum leikmaður Liverpool fékk hjartaáfall og lést aðeins 22 ára
