Enski boltinn

Nasri: Ég er ekki sá eini í Arsenal-liðinu sem talar ekki við Gallas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri.
Samir Nasri. Mynd/Getty Images

Samir Nasri var allt en ánægður með að komast ekki í franska HM-hópinn og þá sérstaklega vegna þess að landi hans og félagi í Arsenal, William Gallas, er í hópnum. Willian Gallas er langt frá því að vinna einhverjar vinsældarkosningar meðal leikmannahóps Arsenal og Nasi staðfestir það í viðtali við The Sun.

„Ég tala ekkert við Gallas en ég er ekki sá eini í Arsenal-liðinu sem talar ekki við hann. Við erum fjórir eða fimm í liðinu sem neitum að hafa samskipti við hann en það kemur þó ekki í veg fyrir að við berjumst fyrir hvern annan inn á vellinum," sagði Samir Nasri í viðtalinu við Sun.

Kolo Toure, fyrrum fyrirliði Arsenal og nú leikmaður Manchester City, sagði eina af ástæðum þess að hann yfirgaf Arsenal-liðið hafa verið slæm samskipti við Williams Gallas.

Samningur Gallas við Arsenal er að renna út í sumar og hann hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik við hlið Samir Nasri og félaga hans í Arsenal sem vilja engin samskipti hafa við hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×