Enski boltinn

Sir Alex: City getur unnið titilinn

Elvar Geir Magnússon skrifar

Sir Alex Ferguson telur að Manchester City geti gert atlögu að Englandsmeistaratitlinum á næsta tímabili.

„Þeir verða miklu sterkari næsta tímabil. Með reynsluna sem þeir fengu á nýliðnu tímabili verða þeir betur í stakk búnir til að berjast um titilinn því þeir munu aftur eyða miklu í leikmannakaupum," sagði Sir Alex.

„Það verður sífellt erfiðara fyrir öll liða að vinna titilinn. Á þessu ári var baráttan milli okkar, Chelsea og Arsenal. Á því næsta get ég trúað því að enn fleiri berjist um þetta."

„Auk City býst ég við því að Tottenham blandi sér í baráttuna. Samkeppnin er sífellt að aukast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×