Umfjöllun: FH vann rislítinn Hafnarfjarðarslag Elvar Geir Magnússon skrifar 16. maí 2010 16:32 Mynd/Valli FH vann sigur á Haukum, 0-1, er liðin mættust á Vodafonevellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var heimaleikur Hauka eins furðulega og það nú hljómar. Það var Björn Daníel Sverrisson sem skoraði eina mark leiksins á 83. mínútu. Beðið var þessa leiks með mikilli eftirvæntingu en hann var rislítill og olli í raun talsverðum vonbrigðum. Margir bjuggust við fljúgandi tæklingum um allan völl í þessum Hafnarfjarðarslag en sú var ekki raunin. Mikið jafnræði var með liðunum, bæði áttu þau lipra spretti en þeir voru því miður of fáir. Tvívegis áttu Haukar skot í slá, fyrst Hilmar Geir Eiðsson og svo hefði Arnar Gunnlaugsson getað jafnað metin í seinni hálfleik en sláin bjargaði FH-ingum. Það var lítið um flottan fótbolta en stemningin var þó gríðargóð í stúkunni enda mættu um 2.200 manns á leikinn. Það voru þó aðeins stuðningsmenn FH-inga sem gátu brosað eftir leik. Haukamenn eru væntanlega sársvekktir með að hafa ekkert fengið úr leiknum. Þeir mættu fullir sjálfstrausts í leikinn og var ekki að sjá að þarna voru að mætast Íslandsmeistarar og nýliðar í deildinni. Sérstaklega var Hilmar Geir ógnandi í sóknarleik þeirra rauðklæddu. Björn Daníel Sverrisson kom FH til bjargar þegar hann fékk boltann við vítateigsbogann og afgreiddi hann hreint frábærlega. FH-liðið náði nokkrum ágætis köflum en var annars talsvert frá sínu besta. Báðir markverðirnir voru mjög öruggir í leiknum í kvöld. Haukar hafa komið mörgum sparkspekingum á óvart með spilamennsku í þessum fyrstu leikjum sínum en það má þó ekki gleyma því að aðeins eitt stig er komið í hús. FH-ingar eru enn ekki komnir almennilega í gang en stigin voru þeirra í kvöld og það er það sem máli skiptir. Haukar-FH 0-1 0-1 Björn Daníel Sverrisson (83.) Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7)Áhorfendur: 2200 Skot (á mark): 14-11 (4-3) Varið: Daði 3 – Gunnleifur 4 Horn 3-5 Rangstaða: 1-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Haukar 4-5-1 Daði Lárusson 7 Pétur Sæmundsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Daníel Einarsson 6 Gunnar Ásgeirsson 4 (87. Úlfar Pálsson -) Hilmar Trausti Arnarsson 6 Sam Manton 4 Hilmar Rafn Emilsson 4 (87. Kristján Óli Sigurðsson -) Guðjón Lýðsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 - Maður leiksins - Arnar Gunnlaugsson 7 FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarsson 4 Tommy Nielsen 6 Hafþór Þrastarson 5 Pétur Viðarsson 4 Gunnar Már Guðmundsson 5 (38. Jacob Neestrup 5) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 Björn Daníel Sverrisson 7 Ólafur Páll Snorrason 6 Atli Viðar Björnsson 6 Torger Motland 3 (70. Hjörtur Logi Valgarðsson 6) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
FH vann sigur á Haukum, 0-1, er liðin mættust á Vodafonevellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var heimaleikur Hauka eins furðulega og það nú hljómar. Það var Björn Daníel Sverrisson sem skoraði eina mark leiksins á 83. mínútu. Beðið var þessa leiks með mikilli eftirvæntingu en hann var rislítill og olli í raun talsverðum vonbrigðum. Margir bjuggust við fljúgandi tæklingum um allan völl í þessum Hafnarfjarðarslag en sú var ekki raunin. Mikið jafnræði var með liðunum, bæði áttu þau lipra spretti en þeir voru því miður of fáir. Tvívegis áttu Haukar skot í slá, fyrst Hilmar Geir Eiðsson og svo hefði Arnar Gunnlaugsson getað jafnað metin í seinni hálfleik en sláin bjargaði FH-ingum. Það var lítið um flottan fótbolta en stemningin var þó gríðargóð í stúkunni enda mættu um 2.200 manns á leikinn. Það voru þó aðeins stuðningsmenn FH-inga sem gátu brosað eftir leik. Haukamenn eru væntanlega sársvekktir með að hafa ekkert fengið úr leiknum. Þeir mættu fullir sjálfstrausts í leikinn og var ekki að sjá að þarna voru að mætast Íslandsmeistarar og nýliðar í deildinni. Sérstaklega var Hilmar Geir ógnandi í sóknarleik þeirra rauðklæddu. Björn Daníel Sverrisson kom FH til bjargar þegar hann fékk boltann við vítateigsbogann og afgreiddi hann hreint frábærlega. FH-liðið náði nokkrum ágætis köflum en var annars talsvert frá sínu besta. Báðir markverðirnir voru mjög öruggir í leiknum í kvöld. Haukar hafa komið mörgum sparkspekingum á óvart með spilamennsku í þessum fyrstu leikjum sínum en það má þó ekki gleyma því að aðeins eitt stig er komið í hús. FH-ingar eru enn ekki komnir almennilega í gang en stigin voru þeirra í kvöld og það er það sem máli skiptir. Haukar-FH 0-1 0-1 Björn Daníel Sverrisson (83.) Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7)Áhorfendur: 2200 Skot (á mark): 14-11 (4-3) Varið: Daði 3 – Gunnleifur 4 Horn 3-5 Rangstaða: 1-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Haukar 4-5-1 Daði Lárusson 7 Pétur Sæmundsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Daníel Einarsson 6 Gunnar Ásgeirsson 4 (87. Úlfar Pálsson -) Hilmar Trausti Arnarsson 6 Sam Manton 4 Hilmar Rafn Emilsson 4 (87. Kristján Óli Sigurðsson -) Guðjón Lýðsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 - Maður leiksins - Arnar Gunnlaugsson 7 FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarsson 4 Tommy Nielsen 6 Hafþór Þrastarson 5 Pétur Viðarsson 4 Gunnar Már Guðmundsson 5 (38. Jacob Neestrup 5) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 Björn Daníel Sverrisson 7 Ólafur Páll Snorrason 6 Atli Viðar Björnsson 6 Torger Motland 3 (70. Hjörtur Logi Valgarðsson 6)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira