Umfjöllun: FH vann rislítinn Hafnarfjarðarslag Elvar Geir Magnússon skrifar 16. maí 2010 16:32 Mynd/Valli FH vann sigur á Haukum, 0-1, er liðin mættust á Vodafonevellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var heimaleikur Hauka eins furðulega og það nú hljómar. Það var Björn Daníel Sverrisson sem skoraði eina mark leiksins á 83. mínútu. Beðið var þessa leiks með mikilli eftirvæntingu en hann var rislítill og olli í raun talsverðum vonbrigðum. Margir bjuggust við fljúgandi tæklingum um allan völl í þessum Hafnarfjarðarslag en sú var ekki raunin. Mikið jafnræði var með liðunum, bæði áttu þau lipra spretti en þeir voru því miður of fáir. Tvívegis áttu Haukar skot í slá, fyrst Hilmar Geir Eiðsson og svo hefði Arnar Gunnlaugsson getað jafnað metin í seinni hálfleik en sláin bjargaði FH-ingum. Það var lítið um flottan fótbolta en stemningin var þó gríðargóð í stúkunni enda mættu um 2.200 manns á leikinn. Það voru þó aðeins stuðningsmenn FH-inga sem gátu brosað eftir leik. Haukamenn eru væntanlega sársvekktir með að hafa ekkert fengið úr leiknum. Þeir mættu fullir sjálfstrausts í leikinn og var ekki að sjá að þarna voru að mætast Íslandsmeistarar og nýliðar í deildinni. Sérstaklega var Hilmar Geir ógnandi í sóknarleik þeirra rauðklæddu. Björn Daníel Sverrisson kom FH til bjargar þegar hann fékk boltann við vítateigsbogann og afgreiddi hann hreint frábærlega. FH-liðið náði nokkrum ágætis köflum en var annars talsvert frá sínu besta. Báðir markverðirnir voru mjög öruggir í leiknum í kvöld. Haukar hafa komið mörgum sparkspekingum á óvart með spilamennsku í þessum fyrstu leikjum sínum en það má þó ekki gleyma því að aðeins eitt stig er komið í hús. FH-ingar eru enn ekki komnir almennilega í gang en stigin voru þeirra í kvöld og það er það sem máli skiptir. Haukar-FH 0-1 0-1 Björn Daníel Sverrisson (83.) Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7)Áhorfendur: 2200 Skot (á mark): 14-11 (4-3) Varið: Daði 3 – Gunnleifur 4 Horn 3-5 Rangstaða: 1-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Haukar 4-5-1 Daði Lárusson 7 Pétur Sæmundsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Daníel Einarsson 6 Gunnar Ásgeirsson 4 (87. Úlfar Pálsson -) Hilmar Trausti Arnarsson 6 Sam Manton 4 Hilmar Rafn Emilsson 4 (87. Kristján Óli Sigurðsson -) Guðjón Lýðsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 - Maður leiksins - Arnar Gunnlaugsson 7 FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarsson 4 Tommy Nielsen 6 Hafþór Þrastarson 5 Pétur Viðarsson 4 Gunnar Már Guðmundsson 5 (38. Jacob Neestrup 5) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 Björn Daníel Sverrisson 7 Ólafur Páll Snorrason 6 Atli Viðar Björnsson 6 Torger Motland 3 (70. Hjörtur Logi Valgarðsson 6) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
FH vann sigur á Haukum, 0-1, er liðin mættust á Vodafonevellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var heimaleikur Hauka eins furðulega og það nú hljómar. Það var Björn Daníel Sverrisson sem skoraði eina mark leiksins á 83. mínútu. Beðið var þessa leiks með mikilli eftirvæntingu en hann var rislítill og olli í raun talsverðum vonbrigðum. Margir bjuggust við fljúgandi tæklingum um allan völl í þessum Hafnarfjarðarslag en sú var ekki raunin. Mikið jafnræði var með liðunum, bæði áttu þau lipra spretti en þeir voru því miður of fáir. Tvívegis áttu Haukar skot í slá, fyrst Hilmar Geir Eiðsson og svo hefði Arnar Gunnlaugsson getað jafnað metin í seinni hálfleik en sláin bjargaði FH-ingum. Það var lítið um flottan fótbolta en stemningin var þó gríðargóð í stúkunni enda mættu um 2.200 manns á leikinn. Það voru þó aðeins stuðningsmenn FH-inga sem gátu brosað eftir leik. Haukamenn eru væntanlega sársvekktir með að hafa ekkert fengið úr leiknum. Þeir mættu fullir sjálfstrausts í leikinn og var ekki að sjá að þarna voru að mætast Íslandsmeistarar og nýliðar í deildinni. Sérstaklega var Hilmar Geir ógnandi í sóknarleik þeirra rauðklæddu. Björn Daníel Sverrisson kom FH til bjargar þegar hann fékk boltann við vítateigsbogann og afgreiddi hann hreint frábærlega. FH-liðið náði nokkrum ágætis köflum en var annars talsvert frá sínu besta. Báðir markverðirnir voru mjög öruggir í leiknum í kvöld. Haukar hafa komið mörgum sparkspekingum á óvart með spilamennsku í þessum fyrstu leikjum sínum en það má þó ekki gleyma því að aðeins eitt stig er komið í hús. FH-ingar eru enn ekki komnir almennilega í gang en stigin voru þeirra í kvöld og það er það sem máli skiptir. Haukar-FH 0-1 0-1 Björn Daníel Sverrisson (83.) Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7)Áhorfendur: 2200 Skot (á mark): 14-11 (4-3) Varið: Daði 3 – Gunnleifur 4 Horn 3-5 Rangstaða: 1-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Haukar 4-5-1 Daði Lárusson 7 Pétur Sæmundsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Daníel Einarsson 6 Gunnar Ásgeirsson 4 (87. Úlfar Pálsson -) Hilmar Trausti Arnarsson 6 Sam Manton 4 Hilmar Rafn Emilsson 4 (87. Kristján Óli Sigurðsson -) Guðjón Lýðsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 - Maður leiksins - Arnar Gunnlaugsson 7 FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarsson 4 Tommy Nielsen 6 Hafþór Þrastarson 5 Pétur Viðarsson 4 Gunnar Már Guðmundsson 5 (38. Jacob Neestrup 5) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 Björn Daníel Sverrisson 7 Ólafur Páll Snorrason 6 Atli Viðar Björnsson 6 Torger Motland 3 (70. Hjörtur Logi Valgarðsson 6)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira