Umfjöllun: FH vann rislítinn Hafnarfjarðarslag Elvar Geir Magnússon skrifar 16. maí 2010 16:32 Mynd/Valli FH vann sigur á Haukum, 0-1, er liðin mættust á Vodafonevellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var heimaleikur Hauka eins furðulega og það nú hljómar. Það var Björn Daníel Sverrisson sem skoraði eina mark leiksins á 83. mínútu. Beðið var þessa leiks með mikilli eftirvæntingu en hann var rislítill og olli í raun talsverðum vonbrigðum. Margir bjuggust við fljúgandi tæklingum um allan völl í þessum Hafnarfjarðarslag en sú var ekki raunin. Mikið jafnræði var með liðunum, bæði áttu þau lipra spretti en þeir voru því miður of fáir. Tvívegis áttu Haukar skot í slá, fyrst Hilmar Geir Eiðsson og svo hefði Arnar Gunnlaugsson getað jafnað metin í seinni hálfleik en sláin bjargaði FH-ingum. Það var lítið um flottan fótbolta en stemningin var þó gríðargóð í stúkunni enda mættu um 2.200 manns á leikinn. Það voru þó aðeins stuðningsmenn FH-inga sem gátu brosað eftir leik. Haukamenn eru væntanlega sársvekktir með að hafa ekkert fengið úr leiknum. Þeir mættu fullir sjálfstrausts í leikinn og var ekki að sjá að þarna voru að mætast Íslandsmeistarar og nýliðar í deildinni. Sérstaklega var Hilmar Geir ógnandi í sóknarleik þeirra rauðklæddu. Björn Daníel Sverrisson kom FH til bjargar þegar hann fékk boltann við vítateigsbogann og afgreiddi hann hreint frábærlega. FH-liðið náði nokkrum ágætis köflum en var annars talsvert frá sínu besta. Báðir markverðirnir voru mjög öruggir í leiknum í kvöld. Haukar hafa komið mörgum sparkspekingum á óvart með spilamennsku í þessum fyrstu leikjum sínum en það má þó ekki gleyma því að aðeins eitt stig er komið í hús. FH-ingar eru enn ekki komnir almennilega í gang en stigin voru þeirra í kvöld og það er það sem máli skiptir. Haukar-FH 0-1 0-1 Björn Daníel Sverrisson (83.) Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7)Áhorfendur: 2200 Skot (á mark): 14-11 (4-3) Varið: Daði 3 – Gunnleifur 4 Horn 3-5 Rangstaða: 1-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Haukar 4-5-1 Daði Lárusson 7 Pétur Sæmundsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Daníel Einarsson 6 Gunnar Ásgeirsson 4 (87. Úlfar Pálsson -) Hilmar Trausti Arnarsson 6 Sam Manton 4 Hilmar Rafn Emilsson 4 (87. Kristján Óli Sigurðsson -) Guðjón Lýðsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 - Maður leiksins - Arnar Gunnlaugsson 7 FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarsson 4 Tommy Nielsen 6 Hafþór Þrastarson 5 Pétur Viðarsson 4 Gunnar Már Guðmundsson 5 (38. Jacob Neestrup 5) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 Björn Daníel Sverrisson 7 Ólafur Páll Snorrason 6 Atli Viðar Björnsson 6 Torger Motland 3 (70. Hjörtur Logi Valgarðsson 6) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
FH vann sigur á Haukum, 0-1, er liðin mættust á Vodafonevellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var heimaleikur Hauka eins furðulega og það nú hljómar. Það var Björn Daníel Sverrisson sem skoraði eina mark leiksins á 83. mínútu. Beðið var þessa leiks með mikilli eftirvæntingu en hann var rislítill og olli í raun talsverðum vonbrigðum. Margir bjuggust við fljúgandi tæklingum um allan völl í þessum Hafnarfjarðarslag en sú var ekki raunin. Mikið jafnræði var með liðunum, bæði áttu þau lipra spretti en þeir voru því miður of fáir. Tvívegis áttu Haukar skot í slá, fyrst Hilmar Geir Eiðsson og svo hefði Arnar Gunnlaugsson getað jafnað metin í seinni hálfleik en sláin bjargaði FH-ingum. Það var lítið um flottan fótbolta en stemningin var þó gríðargóð í stúkunni enda mættu um 2.200 manns á leikinn. Það voru þó aðeins stuðningsmenn FH-inga sem gátu brosað eftir leik. Haukamenn eru væntanlega sársvekktir með að hafa ekkert fengið úr leiknum. Þeir mættu fullir sjálfstrausts í leikinn og var ekki að sjá að þarna voru að mætast Íslandsmeistarar og nýliðar í deildinni. Sérstaklega var Hilmar Geir ógnandi í sóknarleik þeirra rauðklæddu. Björn Daníel Sverrisson kom FH til bjargar þegar hann fékk boltann við vítateigsbogann og afgreiddi hann hreint frábærlega. FH-liðið náði nokkrum ágætis köflum en var annars talsvert frá sínu besta. Báðir markverðirnir voru mjög öruggir í leiknum í kvöld. Haukar hafa komið mörgum sparkspekingum á óvart með spilamennsku í þessum fyrstu leikjum sínum en það má þó ekki gleyma því að aðeins eitt stig er komið í hús. FH-ingar eru enn ekki komnir almennilega í gang en stigin voru þeirra í kvöld og það er það sem máli skiptir. Haukar-FH 0-1 0-1 Björn Daníel Sverrisson (83.) Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7)Áhorfendur: 2200 Skot (á mark): 14-11 (4-3) Varið: Daði 3 – Gunnleifur 4 Horn 3-5 Rangstaða: 1-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Haukar 4-5-1 Daði Lárusson 7 Pétur Sæmundsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Daníel Einarsson 6 Gunnar Ásgeirsson 4 (87. Úlfar Pálsson -) Hilmar Trausti Arnarsson 6 Sam Manton 4 Hilmar Rafn Emilsson 4 (87. Kristján Óli Sigurðsson -) Guðjón Lýðsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 - Maður leiksins - Arnar Gunnlaugsson 7 FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarsson 4 Tommy Nielsen 6 Hafþór Þrastarson 5 Pétur Viðarsson 4 Gunnar Már Guðmundsson 5 (38. Jacob Neestrup 5) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 Björn Daníel Sverrisson 7 Ólafur Páll Snorrason 6 Atli Viðar Björnsson 6 Torger Motland 3 (70. Hjörtur Logi Valgarðsson 6)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn