Íslenski boltinn

Gummi Ben kominn með leikheimild í tíma fyrir KR-leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson lék með KR í fyrra.
Guðmundur Benediktsson lék með KR í fyrra. Mynd/Valli
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga í Pepsi-deild karla, hefur gengið frá félagsskiptum sínum úr KR og yfir í Selfoss en félagsskiptaglugginn lokaði í gær.

Guðmundur hefur ekkert spilað með Selfossliðinu síðan að hann tók við þjálfun liðsins í vetur og hafði gefið það út að hann ætlaði sér ekki að spila mikið með liðinu heldur einbeita sér að þjálfun liðsins.

Næsti leikur Selfoss er einmitt á móti KR á KR-vellinum í kvöld en þó svo að Guðmundur sé orðinn löglegur með nýliðunum þá er ólíklegt að hann taki þátt í leiknum á móti sínum gömlu félögum í kvöld.

Selfyssingar hafa á sama tíma orðið fyrir áfalli því Henning Eyþór Jónasson er meiddur á hné og þarf að fara í liðþófa-aðgerð eftir helgi. Henning verður frá keppni næstu tvo mánuðina og það er óvissa með hversu mikið hann getur verið með í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×