Enski boltinn

Daniel Agger gifti sig í Hvidovre-krikju í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Agger, varnarmaður Liverpool og danska landsliðsins.
Daniel Agger, varnarmaður Liverpool og danska landsliðsins. Mynd/Getty Images
Daniel Agger, varnarmaður Liverpool og danska landsliðsins, notaði stuttan frítíma milli tímabilsins með Liverpool og undirbúnings danska landsliðsins fyrir HM, til að giftast æskuástinni sinni í Hvidovre-krikju í gær.

Agger var í hvítum kjölfötum í athöfninni þegar hann giftist Sofie Nelson en þau eiga eins árs son saman. Þegar þau yfirgáfu kirkjuna þá mynduðu ungir drengir, klæddir grænum treyjum Rosenhøj-liðsins, tvær raðir til heiðurs hjónunum en Agger hóf knattspyrnuferilinn hjá Rosenhøj.

Daniel Agger ætlar að einbeita sér að fjölskyldulífinu á næstunni og hefur því fyrir nokkru selt báða veitingastaðina sem hann átti í Liverpool-borg.

Það verður engin brúðkaupsferð á dagskránni hjá Daniel og Sofie Agger fyrr en eftir HM í Suður-Afríku því hann þarf að mæta á fyrstu æfingu með landsliðinu á mánudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×