Fleiri fréttir

Diouf hættur með landsliðinu

Senegalinn El Hadji Diouf tilkynnti í dag að hann væri hættur að leika með landsliði sínu. Diouf leikur með Bolton í ensku úrvalsdeildinni og var fyrirliði Senegal. Hann er aðeins 26 ára gamall en segist ekki geta leikið lengur fyrir hönd þjóðar sinnar.

Taylor rekinn frá Palace

Peter Taylor var í dag rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Crystal Palace í ensku Championship deildinni. Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í stuttri tilkynningu í dag. Palace hefur aðeins náð í 10 stig í fyrstu 10 leikjunum í deildinni og þar af aðeins einn sigur í síðustu 10 leikjum í öllum keppnum.

Ten Cate fer til Chelsea

Hollenska knattspyrnufélagið Ajax hefur nú komist að samkomulagi við Chelsea á Englandi um að þjálfarinn Ten Cate gangi í raðir enska félagsins. Ajax mun fá greiddar bætur og í yfirlýsingu frá félaginu segir að Cate muni væntanlega hefja störf á Englandi fljótlega.

Uefa tekur Dida inn á teppi

Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið til rannsóknar meint agabrot markvarðarins Dida hjá AC Milan eftir að honum var skipt af velli í leik liðsins gegn Glasgow Celtic í síðustu viku.

Valdes er auðmjúkur

Victor Valdez, markvörður Barcelona, segist ekki kippa sér upp við það þó hann sé ekki valinn í spænska landsliðshópinn þrátt fyrir góða frammistöðu. Hann segir að þeir sem gagnrýni valið á landsliðinu séu um leið að kasta rýrð á markverðina sem séu í landsliðinu.

Þjálfari Levante rekinn

Spænska knattspyrnufélagið Levante rak í dag þjálfarann Abel Resino eftir enn eitt tapið um helgina. Levanta tapaði 3-0 fyrir Zaragoza og er liðið á botninum í deildinni með aðeins eitt stig úr sjö leikjum. Resino var ráðinn í janúar sl. og stýrði liðinu upp af fallsvæðinu í í 15. sætið í vor.

Kvenmannslaust í Kænugarði

Josef Sabo, þjálfari Úkraínumeistara Dynamo í Kænugarði, kennir eiginkonum og kærustum leikmanna um skelfilega byrjun liðsins í titilvörninni. Dynamo var í botnbaráttu í fyrstu umferðunum en hefur nú unnið sig aftur upp í þriðja sætið.

Hugarfarið er lykillinn að velgengni Messi

Hollenska knattspyrnugoðsögnin Johan Cruyff segir að einstakt hugarfar sé lykillinn að frábærri frammistöðu miðjumannsins Leo Messi hjá Barcelona í haust.

Handalögmál á verðlaunaafhendingu

Til handalögmála kom milli tveggja landsliðskvenna í körfubolta eftir úrslitaleik Keflavíkur og Hauka í Meistarakeppninni í gær. Keflavík vann öruggan sigur í leiknum en nokkur hiti var í leikmönnum eftir að flautað var.

Elano er leikmaður 9. umferðar

Brasilíumaðurinn Elano fór hamförum með Manchester City aðra vikuna í röð þegar hann skoraði tvö marka liðsins í 3-1 sigri á Middlesbrough. Fyrir viku síðan héldu breskir fjölmiðlar ekki vatni yfir frammistöðu Elano gegn Newcastle United, en hann var enn betri nú um helgina.

Ashton verður ekki með Englendingum

Dean Ashton hjá West Ham er nýjasti framherjinn á sjúkralista enska landsliðsins í knattspyrnu, en hann hefur þurft að hætta við að gefa kost á sér í leikina gegn Eistum og Rússum vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Aston Villa um helgina.

Gunnar Heiðar skoraði fyrir Valerenga

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var aftur á skotskónum fyrir Valerenga í norska boltanum í gærkvöld en það dugði skammt þegar liðið tapaði 1-3 heima fyrir Lilleström. Honum var skipt af velli á 83. mínútu en Viktor Bjarki Arnarsson sat allan tímann á bekknum hjá Lilleström. Árni Gautur Arason stóð vaktina í marki Valerenga.

Bowen framlengir við Spurs

Varnarjaxlinn Bruce Bowen hefur framlengt samning sinn við NBA meistara San Antonio Spurs og verður því væntanlega hjá félaginu þangað til hann leggur skóna á hilluna. Bowen var valinn í varnarúrval NBA fjórða árið í röð í vor.

Defoe hélt framhjá með tvífara kærustunnar

Helgarblaðið News of the World birti í gær safaríka frétt af framherjanum Jermain Defoe hjá Tottenham þar sem segir að hann hafi notað frumlegar aðferðir við að halda framhjá kærustu sinni.

Wright-Phillips fjárfestir í klámi

Breska blaðið The Sun segist hafa heimildir fyrir því að kantmaðurinn knái Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea sé orðinn helsti styrktaraðili klámstöðvarinnar Babe Central. Heimildir blaðsins herma að hann hafi sett allt að 2,5 milljónir króna í framleiðslusjóð stöðvarinnar.

Jol ver Paul Robinson

Martin Jol, stjóri Tottenham, hefur komið markverði sínum Paul Robinson til varnar eftir að hann gerði enn ein mistökin í jafntefli liðsins við Liverpool í gær. Fjögur af þeim sex mörkum sem Tottenham hefur fengið á sig í síðustu tveimur leikjum skrifast að hluta á enska landsliðsmarkvörðinn.

Bruce óttast að missa starfið

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham í ensku úrvalsdeildinni, segist óttast að missa starfið ef viðskiptajöfurinn Carson Yeung nær að klára fyrirhugaða yfirtöku sína í félaginu.

Maradona handtekinn

Fótboltastjarnan fyrrverandi, Diego Maradona, var handtekinn af flugvallarlögreglunni í Buenos Aires er hann kom þangað frá Ítalíu um helgina. Maradona hafði ekki sinnt kalli um að mæta í réttarhald um hálfsannarsárs gamalt umferðarslys.

Liverpool slapp með skrekkinn

Liverpool mátti þakka kærlega fyrir að tapa ekki tveimur leikjum á Anfield í sömu vikunni eftir 2-2 jafntefli við Tottenham.

Wenger: Misstum einbeitinguna

Arsene Wenger segir að sínir menn hafi misst einbeitinguna eftir að Arsenal náði snemma 2-0 forskoti gegn Sunderland.

Veigar með tvö fyrir Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson lét gagnrýnendur sína heyra það með því að skora tvívegis í 4-2 sigri Stabæk á Álasundi í dag.

Malmö tapaði dýrmætum stigum

Malmö tapaði í dag mikilvægum leik fyrir Djurgården í sænsku úrvalsdeild kvenna. Dóra Stefánsdóttir var í byrjunarliði Malmö.

Símun og Allan skoruðu

Símun Samuelsen skoraði fyrir lið sitt, Notodden, í norsku 1. deildinni í dag. Það dugði þó skammt þar sem liðið tapaði fyrir Hönefoss, 4-1.

Eiður enn á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í 3-0 sigri Barcelona á Atletico Madrid í dag.

Skoraði sjö í einum leik

Brasilíumaðurinn Afonso Alves gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk í 9-0 stórsigri Heerenveen á Herakles í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Hermann skoraði í sigri Portsmouth

Hermann Hreiðarsson skoraði sitt annað mark í jafn mörgum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag er Portsmouth vann Fulham, 2-0.

Reading vann Derby

Kevin Doyle var hetja Reading er liðið vann dýrmætan 1-0 sigur á botnliði Derby.

Arsenal marði Sunderland

Arsenal vann í dag nauman sigur á Sunderland, 3-2. Það var Robin van Persie sem skoraði sigurmark leiksins undir lokin en Sunderland hafði þá jafnað metin eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Íslendingaliðin töpuðu

Íslendingaliðin þrjú í leikjum dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær töpuðu öll sínum leikjum.

Ciudad Real með fullt hús stiga

Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir Ciudad Real sem vann Valladolid á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í gær, 29-27.

Alexander skoraði fjögur í Noregi

Flensburg vann í gær 33-30 sigur á Drammen í Meistaradeild Evrópu. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg.

Burnley tapaði án Jóa Kalla

Burnley tapaði í gær fyrir Cardiff í ensku B-deildinni en Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi liðsins.

Garðar skoraði í tapleik

Garðar Jóhannsson skoraði eina mark Fredrikstad í 3-1 tapleik liðsins gegn Start í Noregi í gær.

Gautaborg á toppinn

IFK Gautaborg komst í gær á topp sænsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Malmö.

Fylkir komst í Evrópukeppnina

Þökk sé sigri FH í bikarkeppninni í gær fengu Fylkismenn þátttökurétt í Evrópukeppninni á næsta ári.

Hamilton: Ég gerði mistök

„Þegar ég steig upp úr bílnum var ég algjörlega miður mín því ég hafði gert mín fyrstu mistök á árinu,“ sagði Lewis Hamilton við ITV-sjónvarpsstöðina eftir keppnina í morgun.

Hamilton féll úr leik

Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun.

Theodór Elmar í hópnum

Vísir hefur heimildir fyrir því að Theodór Elmar Bjarnason verði í leikmannahópi Celtic sem mætir Gretna í skosku úrvalsdeildinni á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir