Enski boltinn

Benitez og Jol báðir vonsviknir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benitez var ekki sáttur í dag.
Benitez var ekki sáttur í dag. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez var vonsvikinn vegna jafnteflis Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Við gerðum tvenn slæm mistök,“ sagði Benitez. „Ég er vonsvikinn. Við stjórnum leiknum og nýtum ekki þau færi sem við fáum. Það er ekki hægt að útskýra það. Annað markið sem við fengum á okkur var sérstaklega slæmt. Við þurfum að læra af þessu því oft eru það minnstu smáatriðin sem breyta öllu.“

Kollegi hans, Martin Jol, var álíka vonsvikinn.

„Ég er gríðarlega svekktur,“ sagði Jol. „Við skutum þeim svo sannarlega skelk í bringu. Ef maður ræðst á svæðin fyrir aftan mennina getur maður valdið Liverpool vandræðum.“

„Við erum í 16-liða úrslitum deildabikarsins og í riðlakeppni UEFA-bikarkeppninnar. Nu þurfum við að vinna leiki í deildinni. Þetta lið á mikið inni en við verðum að byrja að klifra upp töfluna.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×