Körfubolti

Handalögmál á verðlaunaafhendingu

Það var heitt í kolunum í DHL-höllinni í gær
Það var heitt í kolunum í DHL-höllinni í gær Mynd/Stöð2
Til handalögmála kom milli tveggja landsliðskvenna í körfubolta eftir úrslitaleik Keflavíkur og Hauka í Meistarakeppninni í gær. Keflavík vann öruggan sigur í leiknum en nokkur hiti var í leikmönnum eftir að flautað var.

Sjaldgæf sjón blasti við áhorfendum skömmu fyrir verðlaunaafhendinguna þar sem þær Unnur Tara Jónsdóttir hjá Haukum og Bryndís Guðmundsdóttir hjá Keflavík voru skyndilega farnar að rífast og fóru viðskipti þeirra fóru út í handalögmál.

Leikmenn liðanna gengu á milli og tókst að stía þær í sundur en svo virtist sem leikmenn liðanna hefðu gaman að þessari uppákomu enda mátti sjá bros í andlitum leikmanna eftir uppákomuna. Unnur og Bryndís leika báðar með íslenska kvennalandsliðinu og þekkjast því vel en samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 höfðu þær eitthvað verið að kýta meðan á leiknum stóð.

Hefð er fyrir því að allur ágóði sem kemur inn vegna Meistarakeppninnar renni til góðra málefna og í ár varð SÁÁ fyrir valinu. Um hálf milljón króna safnaðist að þessu sinni en inni í þeirri upphæð er aðgangseyrir og styrkur frá fyrirtækjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×