Enski boltinn

Jol ver Paul Robinson

Paul Robinson hefur litið mjög illa út í síðustu tveimur leikjum Tottenham og hefur í raun verið skugginn af sjálfum sér í rúmt ár eftir frábæra leiktíð 2005-06..
Paul Robinson hefur litið mjög illa út í síðustu tveimur leikjum Tottenham og hefur í raun verið skugginn af sjálfum sér í rúmt ár eftir frábæra leiktíð 2005-06.. NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol, stjóri Tottenham, hefur komið markverði sínum Paul Robinson til varnar eftir að hann gerði enn ein mistökin í jafntefli liðsins við Liverpool í gær. Fjögur af þeim sex mörkum sem Tottenham hefur fengið á sig í síðustu tveimur leikjum skrifast að hluta á enska landsliðsmarkvörðinn.

"Ég hef engar áhyggjur af frammistöðu Robinson. Hann er enn með bullandi sjálfstraust," sagði Jol eftir að mistök Robinson kostuðu lánlaust lið hans enn eina ferðina í gær.

Robinson hélt ekki aukaspyrnu Steven Gerrard og missti boltann fyrir fætur Andriy Voronin sem potaði boltanum í netið og kom Liverpool yfir í leiknum.

"Ég hef ekki áhyggjur af þeirri gagnrýni sem hefur verið á Robinson og ef menn skoða endursýningu af markinu má sjá að aukaspyrnan hrökk af hnénu á Jermaine Jenas. Þetta voru ekki mistök og Voronin var fyrstur í frákastið. Það er ekki við Robinson að sakast heldur hefðu varnarmennirnir átt að bregðast skjótar við. Ég hef enn fulla trú á Robinson og þess vegna er hann í liðinu hjá mér," sagði Jol. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×