Enski boltinn

Hermann skoraði í sigri Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson er kominn á blað hjá Portsmouth í dag.
Hermann Hreiðarsson er kominn á blað hjá Portsmouth í dag. Nordic Photos / Getty Images

Hermann Hreiðarsson skoraði sitt annað mark í jafn mörgum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag er Portsmouth vann Fulham, 2-0.

Benjani skoraði fyrra mark Portsmouth snemma í síðari hálfleik með laglegu skoti utan teigs. Boltinn breytti um stefnu á Carlos Bocanegra, varnarmanni Fulham, og hafnaði í netinu án þess að Kasey Keller kæmi neinum vörnum við.

Þá var komið að þætti Hermanns. Hann fékk laglega sendingu frá Niko Kranjcar og þrumaði að marki. Aftur hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Fulham, í þetta sinn Chris Baird, og fer boltinn yfir Keller og í markið.

Portsmouth er í tíunda sæti deildarinnar með tólf stig en Fulham er enn í slæmum málum í því átjánda með sjö.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×