Enski boltinn

Reading vann Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ívar Ingimarsson hefur hér betur í skallaeinvígi við Steve Howard, leikmann Derby.
Ívar Ingimarsson hefur hér betur í skallaeinvígi við Steve Howard, leikmann Derby. Nordic Photos / Getty Images

Kevin Doyle var hetja Reading er liðið vann dýrmætan 1-0 sigur á botnliði Derby.

Markið kom eftir rúman klukkustundarleik er Doyle skallaði fyrirgjöf Graeme Murty í netið.

Murty átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik er skot hans hafnaði í hönd Jay McEvely, varnarmanni Derby.

Þá átti Brynjar Björn Gunnarsson góðan skalla að marki undir lok fyrri hálfleiks sem Stephen Bywater náði að verja með naumindum.

Með sigrinum er Reading komið með sjö stig í deildinni en Derby er enn á botninum með fimm stig.

Brynjar Björn og Ívar Ingimarsson léku allan leikinn fyrir Reading. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×