Fleiri fréttir

Tryggvi: Reynslan tók þetta

Tryggvi Guðmundsson var gríðarlega ánægður eftir sigurinn á Fjölni í bikarúrslitunum í dag eins og aðrir FH-ingar.

Ásmundur: Stoltur af strákunum

„Auðvitað var þetta svekkjandi en ég er virkilega stoltur af strákunum í dag,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.

Ólafur: Þetta er yndislegt

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var í sæluvímu eftir sigurinn í bikarkeppni karla í dag.

United komnir í gang - Burstuðu Wigan 4-0

Eftir að allnokkra 1-0 sigra í röð, og slæmt tap gegn Coventry í deildarbikarnum, hrukku Englandsmeistararnir í Manchester United loksins í gang gegn Wigan í dag.

FH er bikarmeistari karla

FH-ingar eru bikarmeistarar karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Fjölni í framlengdum leik. Matthías Guðmundsson var hetja FH-inga en hann skoraði bæði mörk liðsins í dag.

Ragnar skoraði tíu í gær

Ragnar skoraði átta mörk fyrir lið sitt, USAM Nimes, sem dugði þó ekki til sigurs gegn Chambery á útivelli.

Anelka bíður eftir stórum klúbbi

Nicolas Anelka sagði að hann biði nú eftir því að eitt af stærri félögum Evrópu myndu kaupa hann frá enska úrvalsdeildarliðinu Bolton.

Bellamy klár eftir tvær vikur

Craig Bellamy ætti að verða klár í slaginn eftir tvær vikur en hann gekkst nýlega undir aðgerð á nára.

UEFA kærir Celtic

Knattspyrnusamband Evrópu hefur kært Glasgow Celtic fyrir atvikið undir leik liðsins gegn AC Milan í vikunni.

Hamilton á ráspól

Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt.

Ég missti mig aðeins

Robert McHendry segir að hann hafi "misst sig aðeins" þegar hann ákvað að hlaupa inn á völlinn í viðureign Celtic og Milan í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Hann sló til Dida markvarðar í leiðinni og gæti þetta uppátæki átt eftir að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Svíarnir í sérflokki í Texas

Sænski kylfingurinn Jesper Parnevik hefur örugga forystu þegar keppni á opna Texasmótinu í golfi er hálfnuð. Parnevik lék á 9 höggum undir pari í gær og á 5 undir í dag og er því samtals á 14 höggum undir pari.

Afturelding burstaði ÍBV

Einn leikur fór fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld og einn í kvennaflokki. Karlalið Aftureldingar burstaði botnlið ÍBV 42-29 eftir að hafa verið 8 mörkum yfir í hálfleik. Í kvennaflokki vann Grótta öruggan sigur á FH 28-21. Grótta er í þriðja sæti deildarinnar en FH í næstneðsta sætinu.

Jafntefli hjá HK

HK gerði í kvöld 31-31 jafntefli við ítalska liðið Pallomano Conversano frá Ítalíu í fyrri leik liðanna í í undankeppni EHF-keppninnar í handbolta. Árni Þórarinsson og Augustas Strazdas skoruðu sex mörk hvor fyrir Kópavogsliðið. Leikurinn telst heimaleikur HK, en þau mætast aftur í Digranesi á morgun.

Upphitun fyrir leiki helgarinnar

Leikjafyrirkomulagið á Englandi verður með nokkuð sérstökum hætti þessa helgina þar sem aðeins tveir leikir fara fram á morgun og átta á sunnudaginn. Einn áhugaverðasti leikurinn verður einvígi Liverpool og Tottenham á Anfield.

Lampard að verða klár

Avram Grant segir að mögulega komi Frank Lampard eitthvað við sögu í leik Chelsea og Bolton á sunnudaginn, en enski landsliðsmaðurinn hefur verið frá keppni í mánuð vegna meiðsla.

Loeb í forystu í Katalóníu

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur forystu þegar eknar hafa verið sex sérleiðir í Katalóníurallinu á Spáni. Loeb, sem stefnir á að finna fjórða heimsmeistaratitil sinn í röð, vann tvær af sex leiðum dagsins í dag og hefur rúmlega 11 sekúndna forskot á heimamanninn Dani Sordo. Finninn Marcus Grönholm er í þriðja sætinu.

Henry finnur sig vel með Messi

Thierry Henry er óðum að finna fjölina sína hjá Barcelona eftir að hann gekk í raðir liðsins frá Arsenal í sumar. Hann rómar argentínska snillinginn Leo Messi og segir þá félaga ná einstaklega vel saman á vellinum.

Trezeguet hótar að hætta í franska landsliðinu

Markahrókurinn David Trezeguet hefur látið í það skína að hann muni hætta að gefa kost á sér í franska landsliðið eftir að hann hlaut ekki náð fyrir augum Raymond Domenech fyrir komandi verkefni í undankeppni EM.

Kaka er leikmaður ársins

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan var í dag kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá Alþjóðasamtökum knattspyrnumanna. Meira en 45,000 knattspyrnumenn tóku þátt í kjörinu, en það var landi Kaka, Ronaldinho hjá Barcelona, sem sæmdur var verðlaununum í fyrra.

Lehmann er klár

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hefur nú náð sér af meiðslum sínum og verður klár í leikmannahópi Arsene Wenger fyrir leikinn gegn Sunderland á sunnudaginn.

Toronto framlengir við Bargnani

Ítalski framherjinn Andrea Bargnani, sem valinn var fyrstur í nýliðavalinu í NBA í fyrra, verður samningsbundinn liði Toronto Raptors í NBA út leiktíðina 2009. Liðið nýtti sér í dag réttinn til að framlengja samning hans í þrjú ár.

Raikkönen öflugur í Kína

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen náði besta tíma á báðum æfingum dagsins fyrir Kínakappaksturinn sem fram fer í Shanghai á sunnudaginn. Þar getur Lewis Hamilton orðið fyrsti maðurinn til að vinna titil á sínu fyrsta ári í Formúlu og jafnframt orðið sá yngsti til að hampa titlinum.

Atli Viðar: Held með Fjölni

Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH sem var í láni hjá Fjölni í sumar, segist ætla að styðja Fjölnismenn í bikarúrslitaleik liðanna á morgun.

Ásmundur: Alltaf möguleiki

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun.

Ítalir brjálaðir út í Dida

Knattspyrnuáhugamenn á Ítalíu eru alls ekki ánægðir með leikræna tilburði brasilíska markvarðarins Dida.

Owen valinn í landsliðið

Steve McClaren valdi í dag enska landsliðshópinn sem mætir Eistum og Rússum síðar í mánuðinum.

Hamilton verður ekki refsað

Lewis Hamilton verður ekki refsað fyrir aksturslag sitt í síðustu keppni Formúlunnar í Japan um síðustu helgi.

Blatter berst fyrir leikmannakvóta

Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, ætlar að berjast fyrir því að fjöldi erlendra leikmanna verði takamarkaður í knattspyrnuliðum.

Ajax á eftir Martin Jol

Daily Mirror heldur því fram í dag að hollenska úrvalsdeildarliðið vilji fá Martin Jol í stað Henk Ten Cate.

Ten Cate til Chelsea í næstu viku

Umboðsmaður Henk Ten Cate sagði í gær að svo gæti farið að hollenski þjálfarinn fari til Chelsea strax í næstu viku.

Youtube-myndband gæti orðið Hamilton að falli

Hafi tímabilið í Formúlu 1 ekki verið nógu skrautlegt fyrir gæti nú verið að þau stig sem Lewis Hamilton vann í síðustu keppni verði dæmd af honum vegna myndbands á youtube.

Marion Jones viðurkennir steranotkun

Bandaríska hlaupadrottningin Marion Jones hefur viðurkennt að hafa notað steralyfið THG sem hún fékk frá hinni umdeildu BALCO-rannsóknarstofu. Þetta kemur fram í dagblaðinu Washington Post sem hefur bréf hennar til ættingja og vina undir höndum.

Sjá næstu 50 fréttir