Íslenski boltinn

Fylkir komst í Evrópukeppnina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haukur Ingi Guðnason og félagar í Fylki keppa í Intertoto-keppninni á næsta ári. Hér er hann á ferðinni í leik gegn KR.
Haukur Ingi Guðnason og félagar í Fylki keppa í Intertoto-keppninni á næsta ári. Hér er hann á ferðinni í leik gegn KR. Mynd/Anton

Þökk sé sigri FH í bikarkeppninni í gær fengu Fylkismenn þátttökurétt í Evrópukeppninni á næsta ári.

FH var þegar búið að tryggja sér þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni með því að ná öðru sæti í Landsbankadeild karla. Bikarmeistararnir fá sæti í sömu keppni en sá réttur færðist yfir á ÍA þar sem FH varð bikarmeistari í gær.

ÍA lenti í þriðja sæti í deildinni og tryggði sér með því þátttökurétt í Intertoto-keppninni að ári. Sá réttur færist nú til Fylkismanna sem lentu í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×