Enski boltinn

Ashton verður ekki með Englendingum

NordicPhotos/GettyImages

Dean Ashton hjá West Ham er nýjasti framherjinn á sjúkralista enska landsliðsins í knattspyrnu, en hann hefur þurft að hætta við að gefa kost á sér í leikina gegn Eistum og Rússum vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Aston Villa um helgina.

Þegar er ljóst að enska landsliðið verður líklega án þeirra Michael Owen, Emile Heskey og Andy Johnson í leikjunum tveimur og því er ljóst að Steve McClaren landsliðsþjálfari hefur úr færri leikmmönnum að moða í framlínunni en til stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×