Handbolti

Alexander skoraði fjögur í Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander hefur verið sterkur á leiktíðinni með Flensburg.
Alexander hefur verið sterkur á leiktíðinni með Flensburg. Nordic Photos / Bongarts

Flensburg vann í gær 33-30 sigur á Drammen í Meistaradeild Evrópu. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg.

Flensburg hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 18-15. Einar Hólmgeirsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla.

Þetta var fyrstu sigur Flensburg í G-riðli en liðið tapaði stórt fyrir Ciudad Real í fyrstu umferð á heimavelli.

Ciudad Real er á toppi riðilsins eftir fimmtán marka sigur á Zaglebie Lubin frá Póllandi á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×