Liverpool slapp með skrekkinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2007 15:34 Liverpool átti í miklum vandræðum með Robbie Keane í dag. Hér reynir Javier Mascherano að stöðva kappann. Nordic Photos / Getty Images Liverpool mátti þakka kærlega fyrir að tapa ekki tveimur leikjum á Anfield í sömu vikunni eftir 2-2 jafntefli við Tottenham. Rafael Benitez gerði fimm breytingar á liði Liverpool frá tapleiknum gegn Marseille í Meistaradeildinni í vikunni, en án árangurs. Það byrjaði þó vel þegar Andriy Voronin fylgdi vel eftir aukaspyrnu Steven Gerrard sem Paul Robinson varði í marki Tottenham. Gerrard átti svo skot í stöng úr annarri aukaspyrnu skömmu síðar. En það var svo Robbie Keane sem stal senunni eftir það. Undir lok hálfleiksins kom hár bolti á vallarhelming Liverpool. Dimitar Berbatov vann skallaeinvígi við Sami Hyypia og lagði boltann fyrir Robbie Keane sem skoraði með laglegu skoti. Þetta var fyrsta markið á tímabilinu sem Liverpool fær á sig sem kemur ekki úr föstu leikatriði. En svo gerðist það sama aftur. Robinson tók langa aukaspyrnu, Berbatov fór létt með Hyypia og Keane skilaði knettinum í netið. Þegar annað tap Liverpool á Anfield í sömu vikunni virtist blasa við kom Fernando Torres þeim til bjargar. Hann skoraði gott mark með skalla eftir fyrirgjöf Steve Finnan í uppbótartíma og bjargaði stigi fyrir Liverpool. Frank Lampard er hér á fleygiferð með Chelsea í dag. Ivan Campo og Gavin McCann fylgjast með.Nordic Photos / Getty Images Bolton-Chelsea 0-1 Frank Lampard var kominn aftur í byrjunarlið Chelsea í fyrsta sinn síðan í ágúst er liðið mætti Bolton á útivelli. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en það var Chelsea sem var á undan til að skora fyrsta markið. Solomon Kalou var þar að verki. Þannig stóðu leikar allt til leiksloka. Chelsea vann góðan sigur og er nú með fimmtán stig í deildinni og er stigi á eftir Liverpool. Töframaðurinn Elano skoraði tvívegis í dag. Hér fagnar hann öðru marka sinna ásamt Martin Petrov og fleiri félögum sínum.Nordic Photos / Getty Images Manchester City-Middlesbrough 3-1 Manchester City heldur áfram að brillera í ensku úrvalsdeildinni og aftur skoraði brasilíski töframaðurinn Elano glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Það var þriðja mark leiksins gegn Middlesbrough en City vann leikinn, 3-1. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark. Chris Riggott gerir sig sekan um slæm mistök eftir að boltinn berst inn á teig eftir hornspyrnu Martin Petrov. Elano skoraði annað mark leiksins, frábært skot af 25 metra færi sem hafnaði í netinu. Aukaspyrnan var svo af 20 metra færi og er Elano sjálfsagt í dag orðinn einn heitasti knattspyrnumaður heimsins. Ben Hutchinson klóraði í bakkann fyrir Middlesbrough undir lok leiksins en þetta var hans fyrsti leikur fyrir félagið. Sam Allardyce undirbýr hér skiptingu Michael Owen. Sú skipting átti sannarlega eftir að borga sig.Nordic Photos / Getty Images Newcastle-Everton 3-2 Newcastle vann afar góðan sigur á Everton, 3-2, með tveimur síðbúnum mörkum. Nicky Butt skoraði fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiksins er hann vippaði boltanum laglega yfir Tim Howard í marki Everton. Andy Johnson jafnaði hins vegar metin með sínu fyrsta marki fyrir Everton síðan í mars og fagnaði hann því vel. Það dugði þó ekki til. Varamennirnir Emre og Michael Owen skoruðu með skömmu millibili undir lok leiksins og þó svo að Mikel Arteta hafi minnkað muninn í blálokin vann Newcastle góðan sigur í dag. Þetta eru líka góðar fréttir fyrir Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands, sem þarf nauðsynlega á Owen að halda í næstu leikjum enska landsliðsins. Brett Emerton reynir hér að komast fram hjá Fabrice Muamba, leikmanni Birmingham, en án árangurs.Nordic Photos / Getty Images Blackburn-Birmingham 2-1 Blackburn vann góðan 2-1 sigur á Birmingham. David Bentley kom Blackburn yfir í fyrri hálfleik og Benni McCarthy bætti um betur úr vítaspyrnu í þeim síðari. Cameron Jerome minnkaði muninn fyrir Birmingham. Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Liverpool mátti þakka kærlega fyrir að tapa ekki tveimur leikjum á Anfield í sömu vikunni eftir 2-2 jafntefli við Tottenham. Rafael Benitez gerði fimm breytingar á liði Liverpool frá tapleiknum gegn Marseille í Meistaradeildinni í vikunni, en án árangurs. Það byrjaði þó vel þegar Andriy Voronin fylgdi vel eftir aukaspyrnu Steven Gerrard sem Paul Robinson varði í marki Tottenham. Gerrard átti svo skot í stöng úr annarri aukaspyrnu skömmu síðar. En það var svo Robbie Keane sem stal senunni eftir það. Undir lok hálfleiksins kom hár bolti á vallarhelming Liverpool. Dimitar Berbatov vann skallaeinvígi við Sami Hyypia og lagði boltann fyrir Robbie Keane sem skoraði með laglegu skoti. Þetta var fyrsta markið á tímabilinu sem Liverpool fær á sig sem kemur ekki úr föstu leikatriði. En svo gerðist það sama aftur. Robinson tók langa aukaspyrnu, Berbatov fór létt með Hyypia og Keane skilaði knettinum í netið. Þegar annað tap Liverpool á Anfield í sömu vikunni virtist blasa við kom Fernando Torres þeim til bjargar. Hann skoraði gott mark með skalla eftir fyrirgjöf Steve Finnan í uppbótartíma og bjargaði stigi fyrir Liverpool. Frank Lampard er hér á fleygiferð með Chelsea í dag. Ivan Campo og Gavin McCann fylgjast með.Nordic Photos / Getty Images Bolton-Chelsea 0-1 Frank Lampard var kominn aftur í byrjunarlið Chelsea í fyrsta sinn síðan í ágúst er liðið mætti Bolton á útivelli. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en það var Chelsea sem var á undan til að skora fyrsta markið. Solomon Kalou var þar að verki. Þannig stóðu leikar allt til leiksloka. Chelsea vann góðan sigur og er nú með fimmtán stig í deildinni og er stigi á eftir Liverpool. Töframaðurinn Elano skoraði tvívegis í dag. Hér fagnar hann öðru marka sinna ásamt Martin Petrov og fleiri félögum sínum.Nordic Photos / Getty Images Manchester City-Middlesbrough 3-1 Manchester City heldur áfram að brillera í ensku úrvalsdeildinni og aftur skoraði brasilíski töframaðurinn Elano glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Það var þriðja mark leiksins gegn Middlesbrough en City vann leikinn, 3-1. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark. Chris Riggott gerir sig sekan um slæm mistök eftir að boltinn berst inn á teig eftir hornspyrnu Martin Petrov. Elano skoraði annað mark leiksins, frábært skot af 25 metra færi sem hafnaði í netinu. Aukaspyrnan var svo af 20 metra færi og er Elano sjálfsagt í dag orðinn einn heitasti knattspyrnumaður heimsins. Ben Hutchinson klóraði í bakkann fyrir Middlesbrough undir lok leiksins en þetta var hans fyrsti leikur fyrir félagið. Sam Allardyce undirbýr hér skiptingu Michael Owen. Sú skipting átti sannarlega eftir að borga sig.Nordic Photos / Getty Images Newcastle-Everton 3-2 Newcastle vann afar góðan sigur á Everton, 3-2, með tveimur síðbúnum mörkum. Nicky Butt skoraði fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiksins er hann vippaði boltanum laglega yfir Tim Howard í marki Everton. Andy Johnson jafnaði hins vegar metin með sínu fyrsta marki fyrir Everton síðan í mars og fagnaði hann því vel. Það dugði þó ekki til. Varamennirnir Emre og Michael Owen skoruðu með skömmu millibili undir lok leiksins og þó svo að Mikel Arteta hafi minnkað muninn í blálokin vann Newcastle góðan sigur í dag. Þetta eru líka góðar fréttir fyrir Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands, sem þarf nauðsynlega á Owen að halda í næstu leikjum enska landsliðsins. Brett Emerton reynir hér að komast fram hjá Fabrice Muamba, leikmanni Birmingham, en án árangurs.Nordic Photos / Getty Images Blackburn-Birmingham 2-1 Blackburn vann góðan 2-1 sigur á Birmingham. David Bentley kom Blackburn yfir í fyrri hálfleik og Benni McCarthy bætti um betur úr vítaspyrnu í þeim síðari. Cameron Jerome minnkaði muninn fyrir Birmingham.
Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira