Enski boltinn

Ten Cate: Fer ekki til Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ten Cate segist ætla að vera áfram hjá Ajax.
Ten Cate segist ætla að vera áfram hjá Ajax. Nordic Photos / Getty Images

Henk Ten Cate, þjálfari Ajax, segist vera ánægður í Hollandi og verði áfram hjá Ajax.

Hann hefur ítrekaður verið orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá Chelsea og The Sun hefur eftir umboðsmanni hans í morgun að búið væri að ganga frá samkomulagi þess eðlis.

The Guardian sagði hins vegar frá því í morgun að Ten Cate hefði engan áhuga á að vinna með Avram Grant og færi ekki til Chelsea fyrr en Guus Hiddink væri búinn að taka við liðinu.

Í útvarpsviðtali í Hollandi í dag sagðist Ten Cate að yrði áfram hjá Ajax þrátt fyrir að liðið hefði dottið út úr Evrópukeppni bikarhafa í gær.

„Ég er öruggur með mína stöðu. Ég verð eins og venjulega á bekknum þegar við mætum Sparta á sunnudag,“ sagði Ten Cate.

Spurður um orðrómana varðandi hann og Chelsea var svar hans stutt og einfalt.

„Ég vil ekki segja neitt meira um mig og Chelsea.“ 

Chelsea hefur sent frá sér fréttatilkynningu um málið. Þar kemur fram að Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, ætli að styrkja starfslið sitt á komandi vikum. Auk þess að vera með enskan þjálfara, Steve Clarke, ætlar liðið einnig að ræða erlendan þjálfara. 


Tengdar fréttir

Ten Cate sparkaði í afturenda Mourinho

Henk Ten Cate gæti verið á leið til Chelsea en fyrir tveimur árum komst hann í fréttirnar fyrir að sparka í afturenda Jose Mourinho.

Ten Cate til Chelsea í næstu viku

Umboðsmaður Henk Ten Cate sagði í gær að svo gæti farið að hollenski þjálfarinn fari til Chelsea strax í næstu viku.

Ajax á eftir Martin Jol

Daily Mirror heldur því fram í dag að hollenska úrvalsdeildarliðið vilji fá Martin Jol í stað Henk Ten Cate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×