Enski boltinn

Lehmann er klár

NordicPhotos/GettyImages

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hefur nú náð sér af meiðslum sínum og verður klár í leikmannahópi Arsene Wenger fyrir leikinn gegn Sunderland á sunnudaginn.

Lehmann gerði tvö skelfileg mistök í fyrstu tveimur leikjum Arsenal í deildinni og hafi það staðið til hjá Wenger að setja hann út úr liðinu - var honum einfölduð sú ákvörðun þegar markvörðurinn meiddist í ágúst.

Manuel Almunia hefur staðið vaktina vel í fjarveru Lehmann og nú er bara að sjá hvað Wenger gerir um helgina. Þeir William Gallas, Tomas Rosicky og Alexandre Song hafa einnig náð sér af meiðslum og ættu að verða klárir um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×