Enski boltinn

Terry gæti hvílt gegn Eistum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Terry skartaði þessari grímu í leik Chelsea og Valencia í vikunni.
Terry skartaði þessari grímu í leik Chelsea og Valencia í vikunni. Nordic Photos / Getty Images

Steve McClaren mun sennilega hvíla John Terry í leik Englands og Eistlands eftir eina viku.

Terry er bæði tábeins- og kinnbeinsbrotinn en spilaði engu að síður í leik Chelsea og Valencia í Meistaradeildinni í vikunni.

Hann er þó líka á gulu spjaldi með landsliðinu og McClaren vill sjálfsagt hvíla hann gegn Eistum svo hann verði klár í leiknum mikilvæga gegn Rússum fjórum dögum síðar.

Englendingar mega alls ekki við því að tapa leikjunum tveimur. Liðið er í öðru sæti E-riðils, þremur stigum á eftir Króatíu og tveimur á undan Rússum.

Eistland hefur aðeins unnið einn leik í riðlinum til þessa og er með markatöluna 3-18. 


Tengdar fréttir

Owen valinn í landsliðið

Steve McClaren valdi í dag enska landsliðshópinn sem mætir Eistum og Rússum síðar í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×