Enski boltinn

Anelka bíður eftir stórum klúbbi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicolas Anelka er markahæsti leikmaður Bolton á leiktíðinni.
Nicolas Anelka er markahæsti leikmaður Bolton á leiktíðinni. Nordic Photos / Getty Images

Nicolas Anelka sagði að hann biði nú eftir því að eitt af stærri félögum Evrópu myndu kaupa hann frá enska úrvalsdeildarliðinu Bolton.

Anelka segist enn vera með mikinn metnað og vilji því spila með stærra félagi. „Ég hef beðið lengi eftir stóru félagi. Ég fer ekkert í felur með það. Ég veit hvernig ég spila og hverjir mínir kostir eru. Ég þekki leikmennina sem eru hjá Chelsea, Arsenal, Manchester United og Barcelona og tel mig vera jafngóðan þeim.“

Bolton er sem stendur í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik af átta til þessa.

„Ég verð að vera þolinmóður,“ sagði Anelka sem skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Bolton í ágúst síðastliðnum. 


Tengdar fréttir

Forseti AC Milan vill Anelka

Fjölmiðlar á Ítalíu segja að Silvio Berlusoni, forseti ítalska liðsins AC Milan, vilji fá franska sóknarmanninn Nicolas Anelka til félagsins. Anelka leikur með Bolton í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×