Enski boltinn

Tvær breytingar hjá United í fyrri hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Titus Bramble reynir hér að halda aftur af Carlos Tevez í leiknum í dag.
Titus Bramble reynir hér að halda aftur af Carlos Tevez í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson, hefur þurft að gera tvær breytingar á liði sínu í fyrri hálfleik gegn Wigan þar sem staðan er markalaus.

Nemanja Vidic fór af velli strax á 21. mínútu og John O'Shea níu mínútum síðar.

Anderson kom inn á fyrir Vidic og O'Shea fór þá í stöðu Serbans í miðverðinum. En þegar hann meiddist kom Danny Simpsons inn á fyrir O'Shea og Gerard Pique tók við stöðu miðvarðar við hlið Rio Ferdinand.

Leikurinn hefur boðið upp á fremur fá færi en þó óx United-liðinu ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×