Fótbolti

Blatter berst fyrir leikmannakvóta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA. Nordic Photos / Getty Images

Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, ætlar að berjast fyrir því að fjöldi erlendra leikmanna verði takamarkaður í knattspyrnuliðum.

Það stangast á við vinnulöggjöf Evrópusambandsins en Blatter vill að ekki fleiri en fimm erlendir leikmenn verði í byrjunarliði evrópska félaga hverju sinni.

„Knattspyrnan hefur aldrei verið feimin við að setja sig á móti þessari venju," sagði Blatter.

„Þegar ellefu erlendir leikmenn eru í sama knattspyrnuliðinu hefur það slæm áhrif á þróun yngri leikmanna."

En Blatter sagði að þetta snerist ekki bara um það.

„Einstaklingar á vinnumarkaðnum geta farið á milli svæða Evrópusambandsins eins og þeir vilja en knattspyrnumenn falla ekki undir þann flokk. Það þarf ellefu einstaklinga til að spila knattspyrnuleik. Knattspyrnumenn eru líkari listamönnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×