Enski boltinn

Ten Cate til Chelsea í næstu viku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ten Cate er sennilega á leið til Chelsea.
Ten Cate er sennilega á leið til Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Umboðsmaður Henk Ten Cate sagði í gær að svo gæti farið að hollenski þjálfarinn fari til Chelsea strax í næstu viku.

Sigi Lens, umboðsmaður Ten Cate, sagði að búið væri að ganga frá samkomulagi við Chelsea.

„Þetta er gott tækifæri fyrir hann og mikil áskorun til að vinna í stóru félagi. Hann og Avram Grant munu vinna saman að því að byggja upp nýtt lið.“

Ten Cate var aðstoðarmaður Frank Rijkaard hjá Barcelona. „Henk veit hvað hann er að gera, hann gerði það sama í Barcelona.“

Ten Cate er nú knattspyrnustjóri Ajax en samningur hans við félagið rennur út í lok tímabilsins. Chelsea á nú í samningaviðræðum við Ajax um að losa Ten Cate undan þeirri skuldbindingu.

Grant og Ten Cate hafa þegar hist og rætt um hvernig þeir gætu unnið saman. 


Tengdar fréttir

Ten Cate sparkaði í afturenda Mourinho

Henk Ten Cate gæti verið á leið til Chelsea en fyrir tveimur árum komst hann í fréttirnar fyrir að sparka í afturenda Jose Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×