Enski boltinn

United komnir í gang - Burstuðu Wigan 4-0

Eftir að allnokkra 1-0 sigra í röð, og slæmt tap gegn Coventry í deildarbikarnum, hrukku Englandsmeistararnir í Manchester United loksins í gang gegn Wigan í dag.

Staðan var þó ekki vænleg í hálfleik þar sem United hafði misst þá Nemanja Vidic og John O´Shea meidda af velli og höfðu ekki haft erindi sem erfiði upp við mark Wigan. Staðan því 0-0 þegar gengið var til búningsklefa á Old Trafford.

En í seinni hálfleik opnuðust allar flóðgáttir í vörn Wigan. Meistararnir frá Manchester nýttu sér það og settu fjögur mörk á menn Chris Hutchins. Carlos Teves opnaði markareikning dagsins með fallegu marki. Anderson átti sendingu inn fyrir vörnina og hitti þar fyrir Teves sem með harðfylgi fór fram hjá varnarmönnum Wigan og markmanninum Chris Kirkland áður en hann þrumaði knettinum í autt netið.

Tvö mörk frá Ronaldo og eitt frá Rooney innsigluðu svo öruggan sigur áður en flautað var til leiksloka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×