Fótbolti

Tvær breytingar á landsliðshópnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson er hér glaðbeittur á blaðamannafundinum í dag. Honum á vinstri hönd er Bjarni Jóhannsson aðstoðarþjálfari en Geir Þorsteinsson formaður og Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ eru til vinstri á myndinni.
Eyjólfur Sverrisson er hér glaðbeittur á blaðamannafundinum í dag. Honum á vinstri hönd er Bjarni Jóhannsson aðstoðarþjálfari en Geir Þorsteinsson formaður og Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ eru til vinstri á myndinni. Mynd/E. Stefán

Eyjólfur Sverrisson tilkynnti í dag val sitt á landsliðshópnum sem mætir Lettlandi og Liechtenstein í undankeppni EM 2008.

Tvær breytingar eru á hópnum frá því hann var síðast valinn. Baldur Aðalsteinsson, leikmaður Vals og FH-ingurinn Sverrir Garðarsson detta út á kostnað Indriða Sigurðssonar og Ólafs Arnar Bjarnasonar. 

Ísland tekur á móti Lettum á Laugardalsvelli annan laugardag og mætir svo Liechtenstein ytra fjórum dögum síðar.

Liðið er þannig skipað:

Markverðir:

Árni Gautur Arason (Vålerenga)

Daði Lárusson (FH)

Aðrir leikmenn:

Hermann Hreiðarsson (Portsmouth)

Brynjar Björn Gunnarsson (Reading)

Helgi Sigurðsson (Valur)

Arnar Þór Viðarsson (De Graafschap)

Eiður Smári Guðjohnsen (Barcelona)

Indriði Sigurðsson (Lyn)

Jóhannes Karl Guðjónsson (Burnley)

Ívar Ingimarsson (Reading)

Ólafur Örn Bjarnason (Brann)

Kristján Örn Sigurðsson (Brann)

Grétar Rafn Steinsson (AZ Alkmaar)

Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk)

Hjálmar Jónsson (IFK Gautaborg)

Kári Árnason (AGF)

Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Vålerenga)

Emil Hallfreðsson (Reggina)

Ólafur Ingi Skúlason (Helsingborg)

Ármann Smári Björnsson (Brann)

Ragnar Sigurðsson (IFK Gautaborg)

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (FH)

Ísland reið ekki feitum hesti frá viðureignum sínum við þessi lið fyrr í keppninni. Ísland tapaði, 4-0, í Lettlandi og gerði 1-1 jafntefli við Liechtenstein á útivelli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×