Enski boltinn

Tevez og Mascherano viðriðnir skattsvik?

Tevez og Mascherano óska þess eflaust heitt að hafa aldrei hitt Kia Joorabchian
Tevez og Mascherano óska þess eflaust heitt að hafa aldrei hitt Kia Joorabchian NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Mail segir að Argentínumennirnir Carlos Tevez og Javier Mascherano ásamt fleirum gætu átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi vegna skattsvika. Lögreglurannsókn hefur verið hrundið af stað á gamla félaginu þeirra Corinthians í Brasilíu þar sem skjólstæðingar Kia Joorabchian eru sérstaklega undir smásjánni.

Lögregla er að rannsaka hvort þessir leikmenn hafi reynt að koma sér undan því að greiða skatta í landinu og þegar er búið að hnoða saman 70 blaðsíðna skýrslu um málið. Dagblöð í Brasilíu segja að knattspyrnumennirnri gætu horft fram á tvö til fimm ár í fangelsi ef þeir verði fundnir sekir um að þiggja laun utan Brasilíu á meðan þeir léku þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×