Enski boltinn

Richardson frá keppni í þrjá mánuði

Kieran Richardson kom til Sunderland frá Manchester United
Kieran Richardson kom til Sunderland frá Manchester United NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland hefur nú orðið fyrir miklu áfalli eftir að í ljós kom að tveir af vængmönnum liðsins verða mun lengur frá vegna meiðsla en áætlað var í fyrstu. Þetta eru þeir Kieran Richardson og Carlos Edwards.

Richardson verður frá í eina þrjá mánuði eftir að hafa meiðst illa í baki og Carlos Edwards mun líklega missa af einum fjórum leikjum eftir að honum sló niður í endurhæfingu vegna meiðsla á læri. Þetta er mikið áfall fyrir Roy Keane knattspyrnustjóra sem þegar hefur misst fyrirliðann Dean Whitehead í meiðsli í sex mánuði og hópurinn er ekki mjög breiður hjá nýliðunum.

"Við fengum mjög slæm tíðindi af Kieran. Það kom í ljós hjá sérfræðingi að hann er með brákað bein í baki og þó það komi ekki endanlega í ljós fyrr en eftir uppskurð- reiknum við með að hann verði frá í tvo til þrjá mánuði. Þetta er mikið áfall fyrir okkur," sagði Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×